Gunnar Þórðarsson er einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar fyrr og síðar. Hann hefur samið yfir 800 lög og hefur auk þess samið tónlist fyrir kvikmyndir og söngleiki.
Jóhannesarpassía Bachs, sem er stundum kölluð drottning allra tónverka, verður flutt af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Kór Akureyrarkirkju, Kammerkór Norðurlands og einvala liði einsöngvara í Dymbilvikunni.