Til baka

Af hverju Akureyri?

Einn af mörgum kostum Akureyrar er hversu stutt er á milli staða og fljótlegt að sækja alla þjónustu. Þægilegt er að geta farið allra sinna ferða fótgangandi, fyrir utan hversu umhverfisvænt það er. Fyrir lengri leiðir hoppar fólk um borð í strætó sem er ókeypis og einnig er góð leigubílastöð í bænum.

Íbúar eru rétt innan við 20 þúsund en þjónustan er á við það sem best gerist í milljónaborgum erlendis. Því má segja að Akureyri sé eins og agnarsmá borg með risastórt hjarta. Grunnþjónusta á sviði heilbrigðismála og mennta er traust og góð. Afþreyingarkostir eru einnig afar fjölbreyttir með margvíslegum veitingahúsum, skemmtistöðum, leikhúsi og söfnum, einu besta skíðasvæði landsins og frábærri sundlaug, útivistarsvæðum og frábærum náttúruperlum Norðausturlands innan seilingar. Akureyringar eru stoltir af bænum sínum. Þeir leggja mikið upp úr umhverfisvænum lifnaðarháttum og hafa til dæmis um langt árabil flokkað allan úrgang af mikilli kostgæfni.

Af hverju Akureyri?

  • Stutt á milli staða
  • Ótal afþreyingarkostir
  • Traust og góð þjónusta
  • Frábær aðstaða til funda- og ráðstefnuhalds
  • Umhverfisvænt samfélag
  • Alltaf gott veður :-)