Acco er vel staðsett, í hjarta bæjarins við Ráðhústorgið. Þaðan er stutt í alla þjónustu, veitingastaði, Hof menningarhús og aðeins 10 mínútna akstur í skíðaparadísina í Hlíðarfjalli.
Akureyri Backpackers er staðsett í hjarta Akureyrar, við sjálfa göngugötuna. Í boði eru 16 sameiginleg herbergi sem rúma 4-8 manns og 7 tveggja manna herbergi, en val er um svefnpokapláss eða uppábúin rúm.
Icelandair hótel Akureyri er vinalegt hótel með 99 fallega innréttuð herbergi og frábæra aðstöðu á besta stað í bænum. Sundlaugin er hinum megin við götuna og stutt ganga í miðbæinn. Útsýnið er til fjalla og skíðaævintýrið er handan við hornið ásamt því sem hótelið býður upphitaðar skíðageymslur. Hótelgarðurinn er einstaklega notalegur bæði sumar og vetur, með arineldi, skinnábreiðum og yljandi drykk, eða gómsætt High Tea að breskri fyrirmynd.
Gistiheimilið er fyrir sunnan heimskautsbauginn eða rétt við "gamla" heimskautsbaugstáknið" og við hlið flugstöðvarinnar. Boðið er upp á 8 herbergi, 16 uppábúin rúm eða svefnpokapláss með eða án morgunmats.
Gistiheimilið Gullsól er staðsett í brekku með útsýni yfir höfnina og þorpið. Boðið er upp á 8 uppábúin rúm ásamt sameiginlegu eldhúsi, setustofu og baðherbergi. Opið er allt árið.
Gistiheimilið Pétursborg stendur við veg 817, 5 km norðan við Akureyri eða í um það bil 7 mínútna akstri frá bænum. Boðið er upp á gistingu í smáhýsum.
Hótelið bíður upp á 8 stór og rúmgóð herbergi með sér baði. Verönd er við öll herbergin þar sem gott er að sitja og njóta útsýnis yfir fjöllin, hafið og Akureyri.
Hótel Akureyri er lítið en vel búið hótel þar sem rík áheyrsla er lögð á persónulega þjónustu. Hótelið er staðsett steinsnar frá miðbæ Akureyrar, þaðan sem óhindrað útsýni yfir Eyjafjörð svíkur engan.
Hótel Natur er alls búið 36 herbergjum: 27 tveggja manna herbergjum, 7 eins manns og 2 fjölskylduherbergjum sem öll eru með baði, sjónvarpi og nettengingu.
Eitt af virðulegu byggingum Akureyrar. Húsið er staðsett steinsnar frá miðbænum með útsýni yfir hafnarsvæðið og Eyjafjörð. Það er rúmgott og nýlega uppgert og getur hýst allt að 17 manns, en einnig minni hópa.
Hótel Kea er eitt af þekktustu kennileitum Akureyrar og er vel staðsett í hjarta bæjarins þar sem stutt er í alla þjónustu, verslanir, söfn, sund og veitingastaði.
Hótel Kjarnalundur er 66 herbergja hótel í aðeins 3,5 km fjarlægð frá miðbæ Akureyrar. Hótelið býður upp á notalegt og afslappað umhverfi með einstakri aðstöðu hvað varðar útiveru, heilsu og vellíðan.
Útsýnið yfir Akureyri, Eyjafjörð og til fjalla er stórbrotið. Húsin eru ný standsett og eru vel útbúin með öllum helstu nútímaþægindum svo sem sjónvarpi, 4G neti, útvarpi, CD spilara, barnarúmi, barnastól og gasgrilli.
Hrímland íbúðir eru staðsettar miðsvæðis þ.e. í Standgötu 29 við sjóinn með frábæru útsýni yfir pollinn. Húsið er á 3 hæðum og með lyftu. Boðið er upp á 16 íbúðir í heild, hver rúmar 2 til 4 gesti.
Hvítahúsið er opið allt árið. Staðsetningin er góð, beint fyrir ofan Listagilið, örstutt í miðbæinn, sundlaugina og á flesta veitingastaðina á svæðinu. Þetta er fjölskyldurekið gistiheimili, uppábúin rúm og handklæði eru í herbergjum.
Vandaðar íbúðir í hjarta Akureyrar í rólegu íbúðarhverfi með fallegu útsýni yfir Pollinn. Sérhver íbúð er með velútbúnum gistirýmum fyrir allt að sex manns, m.a. með nettengingu, sjónvarpsflatskjá, þvottaaðstöðu og aðgengi að góðum garði með grilli.
Íbúðin er með tveim tveggja manna herbergjum með uppbúnum rúmum og handklæðum. Íbúðin er með öllum húsbúnaði, eldavél, sjónvarpi, útvarpi, örbylgjuofn, ískáp, sturtu og barnarúmi.
Íbúðin er á bænum Geldingsá í Vaðlaheiði, 7 km frá Akureyri. Húsið er á fallegum stað með útsýni inn Eyjafjörðinn og út í fjarðarmynnið með miðnætursólina á sumrin og beint yfir á Akureyri og skíðabrekkur Hlíðarfjalls. Íbúðarhúsið er tveggja hæða steinhús sem hefur verið endurnýjað og breytt í orlofshús.
Ferðaþjónustan Öngulsstöðum III býður upp á gistingu í 17 herbergjum með baði, tveggja- til fjögurra manna, ásamt íbúð með tveim herbergjum, eldhúskrók og setustofu.
Lava Apartments & Rooms er staðsett í miðbæ Akureyrar. Í boði eru tvær studíó íbúðir, þrjú fjölskyldu herbergi (4 manna), átta tveggja manna herbergi og eitt einstaklings herbergi. Hver íbúð og fjölskyldu herbergi fyrir sig er fullbúin með húsgögnum og helstu nauðsynjum.
Sveitahótelið Sveinbjarnargerði er staðsett við þjóðveg nr.1 um 10 mínútna akstur frá Akureyri. Þar eru 51 tveggja manna herbergi, 3 þriggja manna, 5 eins manns og 3 fjölskylduherbergi (fyrir fjóra) - öll með baði.
Sæluhús bjóða upp á 7 glæsileg hús til leigu. Eru þau vel útbúin í alla staði með heitum potti, stórri verönd, þrem svefnherbergjum, stofu og eldhúsi. Í húsunum er þvottavél og þurrkari. Þráðlaust net og flatskjáir eru í öllum íbúðum og húsum.
Á tjaldsvæðinu í Hrísey er snyrtiaðstaða á neðri hæð Íþróttamiðstöðvar sem er beint fyrir ofan tjaldsvæðið. Þar er heitt og kalt vatn, sturta og snyrtingar.
Þúsundir innlendra og erlendra ferðamanna fara um landið ár hvert á húsbílum og með fellihýsi. Með slíkum ferðamáta eiga ferðalangar kost á að notast við ferðasalerni.