Berlín er lítið kaffihús og morgunverðarstaður i miðbæ Akureyrar. Boðið er upp á morgunverð og brunch alla daga. Réttur dagsins í hádeginu á virkum dögum úr fersku og góðu hráefni. Réttur dagsins er ekki fáanlegur yfir sumartímann. Gott úrval af kökum og kaffidrykkjum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Eyja er bæði vínstofa & bistro í miðbæ Akureyrar. Á vínstofunni er stuðlað að fjölbreyttum vínseðli. Á bistro-inum er hinn margrómaði Matthew Wickstrom yfirkokkur að galdra fram rétti úr íslensku hráefni á einstakan hátt.
Lítið kaffihús í einu af elstu húsum bæjarins, Ingimarshúsi í gamla Skátagilinu. Þar er byggt á gömlum hefðum og uppskriftum sem við viljum endilega bjóða þér að smakka.
Kristjánsbakarí er bæði bakarí og kaffihús, staðsett í göngugötunni rétt hjá Ráðhústorginu. Þar er auk nýbakaðs brauðs boðið upp á léttar máltíðir í hádeginu, súpu og brauð.
Veitingastaðurinn er rétt við höfnina með fallegt útsýni yfir Grímseyjarsun og er opinn daglega yfir sumartímann og eftir samkomulagi þar fyrir utan. Þar er boðið upp á létta rétti af matseðli en einnig eru í boði sérréttir eins og nýr fiskur, saltfiskur og svartfugl.
Veitingahúsið Kria Siam er staðsett í hjarta Akureyrar, á mótum Glerárgötu og Strandgötu. Ráðhústorg er skammt frá og Menningarhúsið HOF er handan götunnar. Krua Siam sérhæfir sig í Tælenskri matargerð og býður upp á fisk- og kjötrétti ásamt grænmetisréttum.
Á Múlabergi setja matreiðslumeistararnir saman íslensk úrvals hráefni og bistro matargerð undir frönskum, ítölskum og dönskum áhrifum svo úr verður einstakt ævintýri fyrir bragðlaukana.
Á North er stefnan að kynna fólki fyrir þeirri náttúru perlu sem Norðurlandið er. Fyrsta flokks hráefni frá bændum, sjóurum og smá framleiðendum úr héraði er nýtt með almestu virðingu í samsettum og breytilegum matseðli.
Búðin stendur í hjarta bæjarins í húsi frá árinu 1930 sem upphaflega hýsti m.a. stórverslun KEA. Í versluninni er öll vöruflóra Pennans Eymundsson auk margrómaðs og notalegs kaffihúss.
Pylsuvagninn á Akureyri býður uppá pylsur í brauði, þar á meðal hina vinsælu pyslu með rauðkáli að hætti Akureyringa. Í Pylsuvagninum er einnig hægt að fá kjötsúp og kaffi. Um helgar er hægt að kaupa enskan morgunverð (english breakfast). Pylsuvagninn er staðsettur á göngugötunni (Hafnarstræti) og er opinn alla virka daga. Um helgar er einnig opið frá miðnætti til fimm um morguninn.
Í Veganesti er boðið upp á skyndibita og ýmsa létta rétti. Í Veganesti er lítil inniaðstaða til að neyta matar. Þar er verslun með nauðsynjavörur, bílaþvottaplan og bílaþvottastöð.