Hrísey og Grímsey eru hluti af sveitarfélaginu Akureyrarbær. Ferjuáætlun er í boði til eyjanna allt árið auk þess að einnig er flogið er til Grímseyjar allt árið.
Til Grímseyjar:
Flug: Flugfélagið Norlandair heldur uppi áætlunarflugi til Gímseyjar. Flogið er 3 sinnum á viku allt árið nema hluta sumars þegar í boði er daglegt flug. Norlandair býður einnig upp á útsýnisflug í samstarf við Mýflug. Flugfélagið Circle Air býður einnig upp á útsýnisflug og ferðir til Grímseyjar.
Ferja: Ferjan Sæfari siglir áætlunarferðir til Grímseyjar allt árið. Ferjan fer frá Dalvík (45 km frá Akureyri) til Grímseyjar, hér er hægt að skoða áætlun ferjunnar. Siglingin tekur um 3 klst hvora leið. Vinsamlegast athugið að ferjan stoppar mislengi í Grímsey alt eftir dögum og árstíma. Á veturnar er yfirleitt stoppað um 2 klst út í eyju en á sumrin er stoppið um 4 klst fyrir utan fimmtudaga þegar stoppið er 2 klst. Sjá nánari upplýsingar og bóka hér.
Strætó: Til að komast að ferjunni er hægt að taka strætó frá Akureyri til Dalvíkur með strætó sem fer til Siglufjarðar, sjá áætlun hér.
Almennar upplýsingar um Grímsey má skoða á www.visitgrimsey.is.
Til Hríseyjar:
Strætó: Áætlunarferðir eru á milli Akureyrar og Dalvíkur með viðkomu við afleggjarann við Árskógssand, en þaðan fer ferjan til Hríseyjar. Varðandi upplýsingar má skoða strætó áætlun Akureyri - Dalvík - Ólafsfjörður - Siglufjörður. Athugið að strætisvagninn ekur ekki niður á Árskógssand og því þurfa farþegar að ganga u.þ.b. 2 km niður að höfninni frá gatnamótunum eða skipuleggja far með öðrum hætti.
Ferja: Ferjan Sævar heldur uppi áætlunarferðum milli Árskógsands og Hríseyjar. Farnar eru allt að 9 ferðir daglega - allt árið, á u.þ.b. tveggja klukkustunda fresti. Athugið að panta þarf fyrirfram fyrstu og síðustu brottförina um helgar.
Sjá ferju áætlun og bókanir hér.
Flug: Lítill flugvöllur er á Hrísey sem hentar fyrir litlar flugvélar.
Nánari upplýsingar um Hrísey má finna hér.