Ýmsir möguleikar eru á samgöngum milli Akureyrar og Reykjavíkur og annarra staða á Norðurlandi. Má þar nefna flug, rútur, strætó, ferjur og leigubíla. Það tekur um 40 mínútur að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og gera þarf ráð fyrir 4-5 klst. ef ekið er eftir þjóðvegi 1 (um 386 km).
Akureyri er tiltölulega nettur og þægilegur bær og því stutt á milli staða. Flugvöllurinn er í 5 mínútna akstur frá miðbænum, áætlunarferðir strætó eru með stoppustöð við menningarhúsið Hof og skemmtiferðaskipahöfnin er í 5 mínútna gönguleið frá miðbænum.
Hrísey og Grímsey eru hluti af sveitarfélaginu Akureyrarbær. Ferjuáætlun er í boði til eyjanna allt árið auk þess að einnig er flogið er til Grímseyjar allt árið.
Akureyrarflugvöllur er einn af fjórum alþjóðaflugvöllum á Íslandi og sá eini sem staðsettur er á Norðurlandi. Frá vellinum eru dagleg áætlunarflug og leiguflug.