Það tekur um 40 mínútur að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og gera þarf ráð fyrir 4-5 klst. ef ekið er eftir þjóðvegi 1 (um 386 km). Leið 57 með Strætó gengur á milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Icelandair flýgur daglega allt árið, alt að 5 flug á dag - hvora leið milli Reykjavíkur og Akureyrar.
Áætlunarferðir með Strætó eru í boði milli Reykjavikur og Akureyrar alt að tvær - hvora leið, nánast allt árið. Einnig eru í boði áætlunarferðir milli Akureyrar, þéttbýliskjarna og bæja á Norðurlandi og Austurlandi.
Norlandair býður beint flug til Grímseyjar frá Akureyrarflugvelli og tekur ferðin um 30 mínútur. Einnig er hægt að sigla með ferjunni Sæfara frá Dalvík og tekur það um 3 klukkustundir.
Ferjan Sævar gengur oft á dag frá Árskógssandi til Hríseyjar og tekur ferðin aðeins um 15 mínútur.
Athugið að frítt er í strætó innanbæjar á Akureyri en greiða þarf í bílastæðin í miðbænum, sjá nánar um bílastæði og greiðsluleiðir hér.