Til baka

Hvað viltu gera?

Afþreying og afgreiðslutímar í töfluyfirliti

Framboð afþreyingar og afgreiðslutími fer eftir árstíðum.
Afþreying & Afgreiðslutímar

Bátsferðir

Eyjafjörður er gríðarlega fallegur séð frá hafi. Frá Akureyri er möguleiki að leigja ólíkar gerðir báta fyrir lengri og styttri ferðir, hvort sem ætlunin er að nota ferðina til að njóta útsýnis eða halda viðburð um borð.
Sumar
Vetur

Braggaparkið

Innanhússaðstaða fyrir hjólabretti, hlaupahjól, línuskauta og BMX.
Sumar
Vetur

Böð

Á Norðurlandi má finna fleiri einstaka og skemmtilega baðstaði fyrir utan sundlaugarnar sem alltaf standa fyrir sínu
Sumar
Vetur

Börn og afþreying

Akureyri er fjölskylduvænn bær þar sem ýmis konar afþreying fyrir börn er í boði.
Sumar
Vetur

Dagsferðir

Fjölbreytt úrval gönguferða, rútu- eða jeppaferða með leiðsögn, frá Akureyri.
Sumar
Vetur

Daladýrð

Húsdýragarðurinn Daladýrð er í tæplega 20 mín fjarlægð frá Akureyri.
Sumar

Dekur & vellíðan

Slakaðu á og dekraðu við líkama og sál í yoga eða heilsulindum bæjarsins.
Sumar
Vetur

Ferðaskrifstofur og ferðasali dagsferða

Á Akureyri og á svæðinu í kring eru óteljandi staðir til að heimsækja - og fjöldi aðila sem bjóða upp á aðstoð við skipulagningu og framkvæmd ferða sem geta varað frá nokkrum tímum og upp í nokkra daga eða lengur.
Sumar
Vetur

Flúðasiglingar

Frá Akureyri er ekki langt að fara til þess að komast í rafting, hvort sem ætlunin er að fara í fjölskylduferð á Jökulsá Vestari eða komast í adrenalínvímu á Jökulsá Austari. Fyrirtækin sem sjá um þessar ferðir eru annars vegar Bakkaflöt Rafting og Viking Rafting. Bæði fyrirtækin bjóða upp á að gestir séu sóttir til Akureyrar en frekari upplýsingar um það fyrirkomulag og lýsingar á ferðum má finna hér.
Sumar

FOLF - Frisbígolf

Folf, eða frisbígolf er íþrótt sem nýtur sí meiri vinsælda og eru 4 vellir staðsettir í bænum og næsta nágrenni, einnig er 1 völlur í Hrísey og 1 í Grímsey (væntanlegur sumar 2020).
Sumar

Fuglaskoðun

Margir góðir staðir eru til fuglaskoðunar á Akureyri og næsta nágrenni bæjarins og eru þessir staðir alls 11 í dag. Hægt er að fræðast um þá alla í fuglakoðunarbæklingi sem gefinn var út árið 2017, bæði á íslensku og ensku. Í bæklingnum má finna lýsingu á náttúru, fuglalífi og hvernig finna má viðkomandi svæði m.a. með lýsingu og korti, þar sem sjá má vegi, stíga og aðra innviði. Helstu fuglaskoðunarsvæði Akureyrar eru Naustaborgir, Krossanesborgir, Óshólmarnir, Grímsey og Hrísey.
Sumar
Vetur

Gokart

Gokart er staðsett við svæði Bílaklúbbsins fyrir ofan bæinn.
Sumar

Golf

Golfvöllur Akureyrar (Jaðar) er skemmtilegur golfvöllur í stórbrotnu landslagi. Völlurinn sem er par 71, breiðir úr sér yfir hóla og hæðir, brotinn upp með klasa af trjám og klöppum. Eru klappirnar vel nýttar sem teigstæði á brautum vallarins. Þessi einstaki golfvöllur er í náttúrulegu umhverfi og veitir útsýni yfir nærliggjandi sveitir.
Sumar

Grímsey

Flestum er það ógleymanleg reynsla að heimsækja Grímsey við heimskautsbauginn. Sólsetrið er einstakt á sumrin og fáir staðir eru betri til að skoða norðurljósin á vetrum.
Sumar
Vetur

Gönguferðir-/leiðir, gönguvikur & viðburðir

Á Akureyri eru í boði gönguferðir með leiðsögn, bæði er hægt að fara gönguleiðir á svæðinu og um bæinn.
Sumar
Vetur

Hestaleigur

Þrjár hestaleigur eru í nágrenni Akureyrar. Hestaleigan Kátur sem er í 5 mínútna akstri frá miðbænum, sérhæfir sig í styttri ferðum meðfram Eyjafjarðaránni. Pólar Hestar sem er í um 20 mínútna akstri frá miðbænum býður upp á styttri og lengri ferðir um sveitir og óbyggðir og Hestaleigan Skjaldarvík sem er staðsett fyrir utan Akureyri býður uppá styttri reiðtúra fyrir hópa og einstaklinga um nágrenni Skjaldarvíkur.
Sumar
Vetur

Hjólaleiðir og þjónusta

Fjölbreytt úrval leiða er í boði og hægt að velja um lengd, erfiðleikastig eða götuhjól/fjallahjól
Sumar
Vetur

Hlíðarfjalli - sumaropnun

Sumaropnun í Hlíðarfjalli. Stólalyftan verður opin fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga
Sumar

Hop On-Hop Off Rúta

AkurinnBus býður upp á hop on-hoff rútu um Akureyri á stærri skipadögum á sumrin. Farið er á helstu staði í bænum með ellefu stoppistöðum og tekur hver ferð um 45 mínútur.
Sumar

Hrísey

Hrísey er ekki að ástæðulausu kölluð Perla Eyjafjarðar. Það tekur aðeins um 15 mínútur að sigla með ferjunni Sævari frá Árskógssandi út í eyju. Dvöl í Hrísey er upplifun sem óhætt er að mæla með.
Sumar
Vetur

Huldustígur

Huldugangan er yndis ganga um Lystigarðinn á Akureyri. Gangan er um klukkutíma löng með leiðsögn sjáanda og garðyrkjufræðings, Bryndísi Fjólu.
Sumar
Vetur

Hundasleðaferðir / hundahjólaferðir

Það er ógleymanleg reynsla að prófa að þeysast um snæviþaktar hlíðar á hundasleða, hvort sem er að degi til að undir dansandi norðurljóstum.
Sumar
Vetur

Hvalaskoðun

Víða á Norðurlandi eru hægt að komast í hvalaskoðun og má jafnvel sjá hvali innst í Eyjafirði en á Pollinum framan Akureyrar hafa til að mynda sést andarnefjur, hnúfubakar og hrefnur. Nokkur fyrirtæki við Eyjafjörð sérhæfa sig í hvalaskoðun.
Sumar
Vetur

Ísklifur

Ísfossarnir hjá Björgum njóta vaxandi vinsælda meðal ísklifrara og er staðurinn orðinn nokkuð þekktur erlendis m.a. vegna þess hve sérstakt er að klífa ísfossa yfir sjó. Klifursvæðið er um 5 kílómetrar á lengd með 20-30 fjölbreyttum klifurstöðum. Ísfossarnir eru frá því að vera nokkrir metrar á hæð uppí 180 metrar. Svæðið þykir mjög heppilegt til ísklifurs enda nánast við bæjardyrnar á Björgum en bærinn er staðsettur við Skjálfandaflóa.
Vetur

Jól og áramót á Akureyri

Jól og áramót á Akureyri eru með hefðbundnu sniði. Á Þorláksmessu er mikið um tónleika, ys og þys, en eftir það tekur við rólegheitatími. Margir gististaðir eru opnir um hátíðarnar og eins nokkrir veitingastaðir sem meðal annars bjóða upp á hátíðarmatseðil. Stefnt er að því að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verði opið alla daga nema aðfangadag. Á gamlárskvöld er boðið upp á brennu við Réttarhvamm, haldin böll og skemmtanir auk þess sem bæjarbúar taka þátt í hátíðarhöldunum með miklum myndarbrag með því að skjóta upp flugeldum um miðnætti.
Vetur

Jólagarðurinn

Andi jólanna ríkir í Jólagarðinum árið um kring. Garðurinn, turninn og litla húsið skapa skemmtilega umgjörð um verslun með vörur sem tengjast jólunum. Jólagarðurinn er vinsæll áningarstaður ferðamanna sem koma í Eyjafjarðarsveit og á Akureyri. Jólagarðurinn selur bæði innfluttar vörur og einnig vörur frá íslensku handverksfólki.
Sumar
Vetur

Kjarnaskógur útivistarsvæði

Fjölbreytt útivistarsvæði með alhliða möguleikum til hollrar útivistar. Í Kjarnaskógi eru upplýstar trimmbrautir og göngustígar.
Sumar
Vetur

Klifursalur

Klifursalur 600Klifur er staðsettur í gömlu verksmiðjunni á Hjalteyri, í 15-20 mín fjarlægð frá Akureyri.
Sumar
Vetur

Kvikmyndahús

Á Akureyri er boðið upp á kvikmyndasýningar í Sambíóinu
Sumar
Vetur

Köfun og snorkling

Köfun og snorkling en auk þess er möguleiki á lengri ferðum.
Sumar
Vetur

Líkamsrækt

Það er úr nægu að velja í líkamsrækt á Akureyri.
Sumar
Vetur

Ljósmyndaferðir

Ferðir með leiðsögn með áherslu á ljósmyndun.
Sumar
Vetur

Norðurljósaferðir

Margar þjóðsögur hafa spunnist af Einari Benediktssyni athafnaskáldi og sérstaklega um viðskipti hans við erlenda fjármálamenn og sú frægasta er vafalaust þegar hann á að hafa reynt að selja þeim sjálf norðurljósin.
Vetur

Pílukast

Opið er fyrir almenning á mánudags- og miðvikudagskvöldum frá kl 19.30 – 22.00.
Sumar
Vetur

Rafhjólaferðir og -leiga

Rafhjól er einstök leið til að upplifa og skoða Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið þar sem finna má einstaka náttúru.
Sumar

Rafmagnshlaupahjól

Rafmagnshlaupahjól eru hentug til að ferðast stuttar vegalengdir.
Sumar
Vetur

Siglingar

Nökkvi félag siglingamanna á Akureyri er félag áhugafólks um sjósport hverskonar. Megin starfseminn undanfarina ára hefur verið skútusiglingar og að bjóða upp á sumarnámskeið fyrir börn. Áður fyrir var öflug seglbrettastarfsemi og einnig kajakdeild við félagið. Eitt megin markmið félagsins er að vinna að hagsmunum þeirra sem nota Pollinn og Eyjafjörðinn sem útvistarsvæði.
Sumar

Skautahöllin á Akureyri

Skautasvellið er opið fyrir gesti um helgar. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu.
Vetur

Skíða- og brettaskóli

Iceland Snowsports býður upp á einka- og hópakennslur og rekur skíðaskóla fyrir börn
Vetur

Skíði

Á Akureyri og í nágrenni bæjarins er frábær aðstaða til skíðaiðkunar, Hlíðarfjall, Kjarnaskógur og fjöllin á svæðinu bjóða til fjölbreyttra skíðaiðkunar
Vetur

Snjósleðaferðir

Aðstæður til vélsleðaferða gerast ekki betri en á Akureyri og í nágrenni og eru fjölbreyttar ferðir í boði.
Vetur

Snjótroðaraferðir

Möguleikar til að ferðast með snjótroðara á Eyjafjarðarsvæðinu eru nokkrir þar sem hægt að njóta útsýnis frá ólíkum sjónarhornum, hvort sem það er frá Kaldbak í austaverðum firðinum eða frá Múlakollu yst á Tröllaskaga.
Vetur

Snjóþrúguferðir

Ferðir Wide Open ganga út að komast burt frá fjöldanum og ganga um ósnortna náttúru í nágrenni Akureyrar. Þegar fjörðurinn er snævi þakinn er upplagt að skella á sig snjóþrúgum, fara í gönguferð og fá smá leiðsögn í leiðinni.
Vetur

Sundlaugar á Akureyri, Hrísey og Grímsey

Sundlaug Akureyrar er vatnaparadís fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er að finna tvær 25 metra útilaugar og 12,5 metra innilaug. Þrjár rennibrautir eru á svæðinu sem njóta mikilla vinsælda. Á útisvæði eru fjórir heitir pottar, tvær vaðlaugar og kaldur pottur. Í yfirbyggðum sal er volgur innipottur. Auk þess er á sumrin sólbaðsaðstaða og leiksvæði með gervigrasi.
Sumar
Vetur

Söfn

Á Akureyri er fjölmörg og fjölbreytt söfn sem flest eru opin daglega yfir sumartímann. Á veturna eru sum opin daglega eða flesta daga, önnur einungis á laugardögum eða eftir samkomulagi.
Sumar
Vetur

Útsýnisflug

Mýflug/Norlandair og Circle Air bjóða upp á fjölbreytt úrval útsýnisferða frá Akureyrarflugvelli um Norðurland auk ferða til Grímseyjar og víðar ef óskað er eftir.
Sumar
Vetur

Veiði

Hér má nálgast upplýsingar um veiðimöguleika í nágrenni Akureyrar.
Sumar

Veiði gegnum ís

Fyrirtækið býður upp á mjög fjölbreyttar ferðir með leiðsögn í vötn og ár á Norðurlandi og víðar allt árið. Ferðir eiga bæði við um þá sem hafa aldrei prófað veiði sem og þá sem eru vanir veiðimenn og eru ferðirnar skipulagðar með þarfir hvers viðskiptavinar að leiðarljósi.
Vetur

Verslun

Höfuðstaður Norðurlands státar af fjölbreyttri verslun. Því ekki að njóta þess að versla þar sem stutt er á milli staða og margs konar verslun í göngufæri frá flestum gististöðum. Tískuverslanir, nytjaverslanir, hönnunarverslanir, matvöruverslanir, búsáhaldaverslanir, útivistarverslanir og margt fleira. Eitthvað fyrir alla á Akureyri.
Sumar
Vetur

Zipline Akureyri

Sannkölluð ævintýraferð í falinni náttúruperlu í miðjum bæ!
Sumar

Þyrluskíðaferðir

Ekkert jafnast á við það að sameina góða fjallgöngu og frábært rennsli og eru Íslendingar nú í óða önn að gera sér grein fyrir því að hér á landi eru aðstæður til fjallaskíðamensku á heimsmælikvarða. Tröllaskaginn er miðpunktur þessarar frábæru tegundar ferðamennsku með öllum sínum fjöllum og miklu snjóþyngslum. Tímabilið er frá mars og fram í júní þegar dagar eru orðnir langir, veður betri og snjórinn fullkominn til skíðunnar.
Vetur

Ævintýragarðurinn

Skúlptúragarður með fjölbreyttum ævintýra persónum. Opin á sumrin.
Sumar