Til baka

Braggaparkið

Draumur brettakappans Eiríks Helgasonar um innanhússaðstöðu fyrir hjólabretti, línuskauta, hlaupahjól og BMX-hjól varð að veruleika 25. maí árið 2020, þegar Braggaparkið var formlega opnað á Akureyri. Þessi hugmynd var búin að vera Eiríki lengi hugleikin og árið 2019 fann hann loksins hentugt húsnæði í gömlu bröggunum við Laufásgötu, sem áður hýstu stálsmiðju til margra ára. Ekki leið á löngu þar til Eiríkur og félagar hans hófu að hanna aðstöðuna. Árið 2020 hófst smíðavinna á fyrri helmingi verkefnisins og var sá hluti opnaður í maí. Seinni hlutinn var opnaður í janúar 2021 og er þar að finna einu hjólabrettaskál landsins.

OPNUNARTÍMI

Mánudag til föstudags 14.00 - 19.00
Laugardag og sunnudag 12.00 - 17.00

VERÐSKRÁ HÉR

Nánari upplýsingar

Braggaparkið
Laufásgata 1
600 Akureyri
S. 847-8598
Braggaparkid.is
braggaparkid@gmail.com