Norðurstrandarleiðin er aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem vilja halda sig utan alfaraleiðar og gera það með því að fara meðfram strandlengju Norðurlands.
Jólakötturinn á Ráðhústorginu var afhjúpaður 28. nóvember 2009 en listaverkið smíðaði ungt fólk úr Fjölsmiðjunni undir leiðsögn Aðalheiðar Eysteinsdóttur. Kötturinn læðir sér malandi inn á Ráðhústorgið laugardaginn fyrir fyrsta í aðventu og fer ekki fyrir en á þrettándanum þann 6.janúar.
Listamaðurinn Jónas S. Jakobsson starfaði á tímabili á Akureyri og árið 1956 gerði hann m.a. styttuna af Helga magra og Þórunni hyrnu sem voru fyrstu landnámsmennirnir í Eyjafirði.
Gásir við Eyjafjörð eru einstakur staður 11 km norðan við Akureyri. Gásakaupstaður er verslunarstaður frá miðöldum og þar eru rústir þess enn sýnilegar.
Glerárgil er með dýpstu og mikilfenglegustu árgiljum í Eyjafirði, en jafnframt eitt hið gróðurríkasta. Það er grafið af Gleránni þar sem hún rennur fram úr mynni Glerárdals í um 200 m hæð yfir sjávarmáli, og nær niður að Gleráreyrum.
Glerárdalur er fólkvangur sem liggur upp af Akureyri. Um dalinn rennur áin Glerá. Dalurinn hentar vel til útivistar og liggur um hann gönguleið inn að Lamba, húsi Ferðafélags Akureyrar. Húsið var byggt árið 2014 og kom í staðinn fyrir eldri byggingu sem stóð á sama stað.
Grímsey er græn, grösug og einstaklega gjöful eyja: Útvörðurinn í norðri með auðug fiskimið og litríkt fuglalíf. Frægust er Grímsey trúlega í hugum ferðamanna fyrir heimskautsbauginn og kemur fólk gjarnan langa leið, til þess eins að stíga norður fyrir baug.
Hjörtun í umferðaljósunum, hjartað sem slær í Vaðlaheiðinni og rauðu límhjörtun hafa sannarlega vakið athygli þeirra sem sækja Akureyri heim og hafa þau eignast fastan sess í hjörtum bæjarbúa.
Hrísey er hluti Akureyrarkaupstaðar en eyjan er í utanverðum Eyjafirði og er önnur stærsta eyjan við Ísland, næst á eftir Heimaey sem einnig er eina eyjan hér við land þar sem búa fleiri en í Hrísey. Heimsókn út í Hrísey er ógleymanlegt ævintýri enda er eyjan ekki kölluð "Perla Eyjafjarðar" að ástæðulausu.
Kjarnaskógur er eitt vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa, um 800 hektara að stærð. Við upphaf skógræktar á svæðinu um 1950 var landið skóglaust með öllu. Síðan þá hefur verið plantað um 1.5 milljónum plantna og er þar mikil gróðursæld og gott skjól.
Laufás kemur við sögu skömmu eftir að Ísland byggðist og þar hefur staðið kirkja frá fyrstu kristni. Í katólskum sið var hún helguð Pétri postula. Prestssetur hefur verið í Laufási frá fyrstu kristni og er enn. Síðasti presturinn sem bjó í gamla bænum, séra Þorvaður Þormar, flutti árið 1936 í nýtt prestssetur og þar bjuggu Laufássprestar fram til ársins 2000.
Margar þjóðsögur hafa spunnist af Einari Benediktssyni athafnaskáldi og sérstaklega um viðskipti hans við erlenda fjármálamenn og sú frægasta er vafalaust þegar hann á að hafa reynt að selja þeim sjálf norðurljósin.
Eitt af höfuðprýðum Akureyrar eru gömul hús. Í Innbænum og Fjörunni er að finna elstu hús bæjarins sem flest eru byggð á árunum 1800-1900. Mörg þeirra eru friðuð samkvæmt lögum.
Naustaborgir er stórt opið svæði staðsett milli Kjarnaskógar og golfvallar Akureyrar. Svæðið er ríkulega gróið trjám, brotið upp með túnum og stórum klettum sem gefur svæðinu sterkan og fallegan karakter.
Hlíðarfjall er mest þekkt sem eitt fremsta skíðasvæði landsins þar sem boðið er upp á skemmtilegar skíðabrekkur með frábæru útsýni yfir Eyjafjörð frá desember og út apríl ár hvert.
Vegna áhuga ferðamanna hefur Hreinn Halldórsson alþýðulistamaður ákveðið að opna aðgengi að garðinum sínum sem hann hefur hannað sem einka gallerý með verkum sínum.