Til baka

Kjarnaskógur

Kjarnaskógur er eitt vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa, um 800 hektara að stærð. Við upphaf skógræktar á svæðinu um 1950 var landið skóglaust með öllu. Síðan þá hefur verið plantað um 1.5 milljónum plantna og er þar mikil gróðursæld og gott skjól. Trjágróður í Kjarnaskógi er afar fjölbreyttur og trjásýnistígur liggur um hjarta skógarins meðfram Brunná. 

 ​Í skóginum má m.a. finna:
* Þrjú leiksvæði með fjölda leiktækja
* Blakvelli og trimmtæki
* Yfirbyggðar grillaðstöður sem hentar jafnt einstaklingum sem hópum
* Stærsta skipulagða gönguskíðasvæði landsins (í skóglendi) með allt að 20 km troðnum brautum, þar af eru 6 km upplýstir. Hægt er að nálgast upplýsingar um færð gönguskíðasvæðisins hér , en litirnir á kortinu gefa til kynna tímann frá því að síðast var troðið (grænt, appelsínugult og bleikt eru frá nokkrum klukkustundum upp í 48 klst, meðan ljósblátt, dökkblátt og grátt er frá 2 upp í fleiri en 14 sólarhringar).
* Á veturna er einnig boðið upp á sleðabrekkur þegar hægt er og eru þær við Einar skógarvörð og fyrir neðan Sólúrið á Kjarnatúni.
* Sérhönnuðu fjallahjólabraut með tengingu við fjallahjólabrautina í Hlíðarfjalli - sem samanlagt gerir 21.6 km og þarmeð lengstu fjallahjólabraut landsins.
* Um 12 km af malarbornum stígum, þar af eru 6 km upplýstir, auk fjölda annarra skógarstíga. Sjá kort neðan á síðunni. 
* Snyrtingar og vatnsbrunnur
* 4 bílastæði

Svæðið er í eigu Akureyrarbæjar en í umsjá Skógræktarfélags Eyfirðinga.

Skógræktarfélag Eyfirðinga
Sími: 462 4047
Netfang: ingi@kjarnaskogur.is
Heimasíða: www.skog.is/skograektarfelag-eyfirdinga/

Kort af svæðinu:
Kjarnaskógur - léttleiða kort
Kjarnaskógur - allar leiðar - stórt kort 
Hamrar
Naustaborgir
Gönguskíðabrautir

Nánari upplýsingar


Leiðarlýsing:

Google maps

Staðsetning:
65.644502, -18.088338 (65° 38.670'N, 18° 5.300'W)

Vegur: 821 & Kjarnagata

Vegalengd frá miðbænum:
5.5 km