Vegna áhuga ferðamanna hefur Hreinn Halldórsson alþýðulistamaður ákveðið að opna aðgengi að garðinum sínum sem hann hefur hannað sem einka gallerý með verkum sínum.
Garðurinn að Oddeyragötu 17 verður opinn í allt sumar frá 10 til 21 alla daga.
Aðgangur er ókeypis og fólki er velkomið að mynda verkin að vild.
Við flest verkin er stuttur texti bæði á íslensku og ensku.