Hlíðarfjall er mest þekkt sem eitt fremsta skíðasvæði landsins þar sem boðið er upp á skemmtilegar skíðabrekkur með frábæru útsýni yfir Eyjafjörð frá desember og út apríl ár hvert. Á svæðinu eru 24 skíðabrautir á mismunandi erfiðleikastigi, 7 skíðalyftur og eitt töfrateppi / færiband, auk gönguskíðasvæðis.
Sjá nánar á www.hlidarfjall.is
Á sumrin hentar svæðið vel fyrir fjallahjól og fjallgöngu.
Sérstaklega merktar fjallahjólabrautir eru í fjallinu og sem tengjast við fjallahjólabrautirnar yfir Súlumýrar og Kjarnaskóg með hengibrú yfir Gleránna. Hægt er að skoða leiðirnar á síðu Hjólreiðafélags Akureyrar https://www.trailforks.com/list/466. Samanlagt mynda þessar brautir lengsta skipulagða fjallahjólabrautarsvæði landsins.
Auk þess er vinsæl gönguleið upp á Hlíðarfjall, þar sem hægt er að ganga upp að Harðarvörðu, Strýtu eða Vindheimajökul. Yfir hásumarið er hægt að fara með stólalyftunni upp að Strýtuskálanum og stytta sér þannig gönguna eða jafnvel láta það duga og rölta síðan niður vegslóðann meðfram stólalyftunni.