Til baka

Súlur

Súlur eru bæjarfjall Akureyrar, fjallstindar sem rísa yfir bænum í suðvestri. Vinsæl gönguleið liggur upp á tindana og tekur gangan um 5-6 klukkustundir fram og til baka.

Ekið er upp Súluveg og gengið frá bílastæðinu sem er við enda vegarins í Glerárdalnum. Nær Akureyri rís Ytri-súla en litlu sunnar er Syðri-súla sem er hærri, eða 1.213 metrar. Súlur eru að mestu gerðar úr ljósu líparíti sem á uppruna í Öxnadalseldstöðinni, sem var virk fyrir 8-9 milljónum ára.

Hægt er að velja um nokkrar leiðir upp á fjallið. Algengast er að ganga upp frá bílaplaninu sem komið er á ef Súluvegurinn er ekinn til enda.

Lengd (fram og tilbaka) 10.471 m
Hækkun 905 m (byrjað er í 274 m)
Hægt er að nota gönguappið wapp.is til að fræðast, skoða leiðina og fylgjast með framgangi göngunnar og staðsetningu í rauntíma. Leiðin er ókeypis í appinu.

Nánari upplýsingar


Leiðarlýsing:

Google maps

Staðsetning:
65.653451, -18.172670 (65° 39.207'N, 18° 10.360'W)

Vegur: Súluvegur

Vegalengd frá miðbænum:
5.5 km