Gásir við Hörgárósa
Netfang: gasir@gasir.is
Veffang: gasir.is
Gásir við Eyjafjörð er einstakur staður 11 km norðan við Akureyri. Gásakaupstaður, verslunarstaður frá miðöldum og þar eru friðlýstar fornleifar í umsjón Fornleifaverndar ríkisins.
Á staðnum má sjá einstakar rústir þessa forna kaupstaðar sem var við lýði allt frá 12. öld og jafnvel allt að því að verslun hófst á Akureyri á 16. öld. Ár hvert í júlímánuði eru haldnir miðaldadagar að Gásum þar sem gestum svæðisins er gefið færi á að skyggnast inn í lífs- og starfshætti fólks á síðmiðöldum. Söngvarar, dönsk kaupmannsfjölskylda og stór hópur handverksmanna og fjölskyldur íklæðast miðaldalegum fötum við störf og leik. Nánari upplýsingar um sögu, náttúru staðarins og miðaldadagana má finna á gasir.is.
Leiðarlýsing:
Google maps
Staðsetning: 65.782359, -18.166403 (65° 46.942'N, 18° 9.984'W)
Vegnúmer: 1 & 816
Vegalengd frá Akureyri: 14 km