Mývatn er fjórða stærsta vatn landsins eða um 36,5 km². Það er í 277 m. hæð y.s. vogskorið, með mörgum hólmum og eyjum, yfir 40 talsins. Vatnið er mjög grunnt og mesta dýpi eingöngu um 5 metrar. Lífríki Mývatns er einstætt og er nafn vatnsins dregið af þeim aragrúa mýs sem þar má finna og sem er undirstaða fyrir fæðu fugla sem og silunga á svæðinu. Á Mývatni er mjög fjölskrúðugt fuglalíf og er talið að þar megi finna fleiri andategundir en á nokkrum öðrum stað í heiminum.
Úr Mývatni rennur Laxá, ein gjöfulasta og eftirsóttasta veiðiá landsins. Mest allt það vatn sem í Mývatn rennur fellur til neðanjarðar, bæði heitt og kalt fyrir utan Grænalæk sem kemur úr Grænavatni.
Í Mývatnssveit er fjölbreytni í náttúrufari mikil og landslag sérstætt, enda mótað af miklum eldsumbrotum. Nokkrir staðir við Mývatn draga sérstaklega að sér ferðamenn. Má þar nefna Dimmuborgir, Höfða, Hverfjall/Hverfell, Leirhnjúk/Kröflu, gervigígana við Skútustaði, hverina austan Námaskarðs og Grjótagjá.
Náttúrufegurð við Mývatn er einstök og leggja margir leið sína þangað jafnt sumar sem vetur og í desember er vinsælt að heimsækja jólasveinana sem þá halda til í Dimmuborgum.
Leiðarlýsing á: Google maps
Staðsetning: 65.641727, -16.911190 (65° 38.504'N, 16° 54.671'W)
ISN93: 596.150, 573.134
Vegnúmer: Þjóðvegur 1
Vegalengd frá Akureyri: 85 km
Tenglar
Krambúðin Reykjahlíð
Náttúruböðin
Bæklingur umhverfisstofnunar um Mývatn
VisitMyvatn
Gestastofa Umhverfisstofnunnar