Til baka

Hjalteyri

Er lítið myndrænt þorp um 20 mín akstur norðan við Akureyri, við vestanverðan fjörðinn og tilheyrir Hörgársveit.
Sjálf Hjalteyrin er undir svonefndum Bakkaásum sem myndaðir eru úr efni sem ísaldarjökullinn ruddi á undan sér fram og út Eyjafjörðinn. Hjalteyrin er mynduð úr tveim malarkömbum sem mynda tjörn á sjálfri eyrinni. Austast á eyrinni er Hjalteyraroddi og þar stendur Hjalteyrarviti í dag – um 10 metra hár viti á járngrind sem byggður var 1920.

Byggð á Hjalteyri hófst um 1890 – 1900 vegna áhrifa frá síldveiðum, en þær höfðu gríðarleg áhrif á þetta litla þorp sem og víðar. Hjalteyri varð stærsta byggðarlag við Eyjafjörð utan Akureyrar um aldamótin 1900 og sem merki um mikilvægi Hjalteyrar má benda á að ein að fyrstu símstöðvum landsins kom þangað strax árið 1906.
Þegar síldin hvarf um 1967 var síldarverksmiðjunni lokað og byggðin náði aldrei aftur fyrri hæðum eftir það. Í dag er Hjalteyrin meira og meira sem dvalar – og frístundastaður með gömlu húsin og höfnina sem aðdráttarafl. Heimildir: Minjastofnun

Vinsælt er að rölta um fjöruna, eða um þorpið og upplifa stemninguna. Skemmtilegur göngustígur liggur í kringum Hjalteyrartjörnina.

Fjölbreytt starfsemi er í gömlu síldarverksmiðjunni. Þar er menningarmiðstöðin Verksmiðjan og oft fjölbreyttar listsýningar í boði. Nokkur fyrirtæki eru þar með starfsemi m.a. Strýtan köfunarfyrirtæki, handverksfólk og iðnaður. Á sumrin er boðið upp á hvalaskoðun frá Hjalteyri og aðra afþreyingu.

Nánari upplýsingar

Leiðarlýsing:
Google maps

Staðsetning:
65.850842, -18.194192 (65° 51.051'N, 18° 11.652'W)

Vegnúmer: 1, 82 & 811

Vegalengd frá Akureyri:
24.5 km

Tenglar: 
Verksmiðjan menningarhús
Strýtan köfun