Facebook
Sánugusa er yndisleg upplifun og samanstendur af þremur 15 mínútna lotum í góðum hita (ca 80 ´C) og kælingu á milli úti í íslenska kuldanum nú eða í sjónum! Gusumeistari stýrir athöfninni, spilar ljúfa tónlist, eys vatni á steinana sem viðarofninn hitar og hreyfir við loftinu með handklæðasveiflu og blævængi. Til að auka enn frekar á upplifunina er ilmkjarnaolíum blandað í vatnið við og við. Í pásunum er boðið upp á saltað snakk, ávexti og vatn.
Sánuvagn Mæju er staðsettur hjá Siglingaklúbbnum Nökkva og þar er geymslu- og sturtuaðstaða en einnig má koma í sundfötum og sloppi og fara í sturtu heima. Fylgist með gusunum á facebook síðunni Sánuvagn Mæju og bókið með skilaboðum.
Verð (2025):
Stakt skipti 5000 kr
6 times clip card 24,000 ISK
12 skipta klippikort 40.000 kr
Einkagusa fyrir hópinn þinn 60.000 kr.
Hámarksfjöldi er 12 manns.