Til baka

Golf

Golfklúbbur Akureyrar Jaðri
IS-600 Akureyri
Sími: 462 2974
Netfang: gagolf@gagolf.is
Vefsíður: www.gagolf.is og www.gagolf.is/is/golfhollin


Um völlinn
Golfvöllur Akureyrar (Jaðar) er skemmtilegur golfvöllur í stórbrotnu landslagi. Völlurinn sem er par 71,  breiðir úr sér  yfir hóla og hæðir, brotinn upp með klasa af trjám og klöppum. Eru klappirnar vel nýttar sem teigstæði á brautum vallarins. Þessi einstaki golfvöllur er í náttúrulegu umhverfi og veitir fallegt útsýni yfir nærliggjandi sveitir.

Golfvöllurinn er yfirleitt opin frá miðjum maí og fram til loka október.

Golfklúbbur Akureyrar var stofnaður árið 1935. Hann er næst elsti golfklúbburinn á Íslandi á eftir Golfklúbbi Reykjavíkur. Í mörg ár hefur Golfklúbbur Akureyrar verið leiðandi í þróun golfsins á Íslands. Frumkvöðullinn Magnús Guðmundsson, sem síðar hannaði núverandi aðstöðu félagsins á Jaðri var jafnframt fyrsti leikmaður Íslands sem stóðst alþjóðlegan samanburð.

Á árunum 2004 til 2016 fór klúbburinn í miklar endurnýjanir, þar sem allar flatir og teigar voru enduruppbyggðar. Nýtt æfingasvæði ásamt æfingahúsi var byggt og tekið í notkun 2016. Ári seinna var svo 6 holu æfingavöllur tekinn í notkun.

Golfvöllurinn var tilnefndur árið 2015 sem einn af 7 bestu á Íslandi af World Golf Awards.

Arctic Open er eitt þekktasta íslenska golfvörumerki íslensks golfs en það er haldið um sumarsólstöður. Fyrsta mótið var haldið árið 1986, tveggja daga mót, opið fyrir alþjóðlega atvinnu- og áhugamenn. Mótið fer fram á Jaðri, undir snævi þökktum fjöllum Norðurlands og miðnætursól á sama tíma. Nánar á www.arcticopen.is  Þátttakendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af að spila of hægt, þar sem keppendur geta hafið leik um miðja nótt ​​og samt verið viss um að sjá hvar boltinn þeirra hefur lent – því það er bjart alla nóttina á Jónsmessunótt við heimskautsbaug.

Aðstaða
Klúbburinn er stór og hefur fyrsta flokks aðstöðu þ.mt búningsklefar, bar og veitingasölu. Veitingasalan býður upp á heita og kalda rétti. Golfbúðin er staðsett í klúbbhúsinu en þar er einnig hægt að leigja kylfur og fleira. Golfkennsla er í boði en hjá klúbbnum starfa menntaðir PGA golfkennarar. Á golfsvæðinu er frábært æfingasvæði, Klappir, þar sem kylfingar geta hitað upp og æft sig. Einnig er boðið upp á púttvöll og 6 holu völl, sem hægt er að nýta sér.

Bókun teigtíma
Sími: 462 2974 eða í tölvupósti: gagolf@gagolf.is
Klæðnaður: snyrtilegur.

Golfhermar
Í Golfhöllinni er hægt að æfa sig yfir vetrarmánuðina.  Hægt er að æfa sveifluna með því að slá í net og púttin og vippin á fyrsta flokks teppum sem sérhönnuð eru til golfæfinga. Það eru þrír golfhermar af fullkomnustu gerð í boði í Golfhöllinni og er hægt að bóka tíma í þá á gagolf.is eða í síma 462-3846

Opnunartími*
Opnunartími Golfhallarinnar er eftirfarandi. 

  • Mán - föstud frá kl 9 - 22, lengur ef golfhermar eru í útleigu.  
  • laugardaga og sunnudaga frá kl. 10 - 17, lengur ef golfhermar eru í útleigu.  

Nánari upplýsingar um golfherma o.fl. er að finna á www.gagolf.is
Hafi fyrirtæki eða hópar áhuga á að bóka aðstöðuna, panta kennslu hjá kennara eða annað má hafa samband á gagolf@gagolf.is