Til baka

Klifursalur

600Klifur
Gamla verksmiðjan, Hjalteyri
Sími: 8998600
Heimasíða: 600klifur.is
Netfang: klifur@600north.is

ATH eru hætt starfsemi á Hjalteyri og stefna á opnun á Akureyri fljótlega.  Sjá nánar hér 

Klifursalur 600Klifur er staðsettur í gömlu verksmiðjunni á Hjalteyri, í 15-20 mín fjarlægð frá Akureyri. Um er að ræða stærstu innanhúss klifuraðstöðu Norðurlands, þar sem fólk getur spreytt sig á grjótaglímu (bouldering). Dýnur eru undir klifurveggjum og eini búnaðurinn sem þarf er kalk og klifurskór (hægt að leigja á staðnum). Klifur er frábær hreyfing og skemmtileg afþreying sem hentar bæði ungum sem öldnum. Fjöldi klifurleiða eru uppi hverju sinni í mismunandi erfiðleikastigum svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

600Klifur er í eigu Magnúsar Arturo, Kötu Kristjáns og Hjartars Ólafssonar, sem sjá um reksturinn og íþróttastarfið. Þau eru öll faglærðir leiðsögumenn og mikið fjallafólk. Hægt er að bóka hóptíma í 600Klifur, þá tekur eitt þeirra á móti hópnum og leiðbeinir og kennir eftir þörfum. Hægt er að taka á móti um 20-25 manns í einu.

Opnunartími, verð og frekari upplýsingar á heimasíðunni: 600klifur.is