Andi jólanna ríkir í Jólagarðinum árið um kring. Garðurinn, turninn og litla húsið skapa skemmtilega umgjörð um verslun með vörur sem tengjast jólunum. Jólagarðurinn er vinsæll áningarstaður ferðamanna sem koma í Eyjafjarðarsveit og á Akureyri.
Jólagarðurinn selur bæði innfluttar vörur og einnig vörur frá íslensku handverksfólki.
Opnunartími:
júní - ágúst kl. 10.00 - 18.00
september - desember kl. 12.00 - 18.00
janúar - maí kl. 14.00 - 18.00