Til baka

Þyrluskíðaferðir

Bergmenn Fjallaleiðsögumenn
IS-620 Dalvík
Sími: 698 9870
Netfang: info@articheliskiing.com
Vefsíða: www.articheliskiing.com

Fjallaskíðaferðir eru á nokkurs vafa sérgrein Bergmanna enda hefur Jökull Bergmann staðið að markvissri kynningu og markaðssetningu á þessari frábæru íþrótt hér á landi um árabil. Ekkert jafnast á við það að sameina góða fjallgöngu og frábært rennsli og eru Íslendingar nú í óða önn að gera sér grein fyrir því að hér á landi eru aðstæður til fjallaskíðamensku á heimsmælikvarða. Tröllaskaginn er miðpunktur þessarar frábæru tegundar ferðamennsku með öllum sínum fjöllum og miklu snjóþyngslum. Tímabilið er frá mars og fram í júní þegar dagar eru orðnir langir, veður betri og snjórinn fullkominn til skíðunar.

 

Viking Heli Skiing
Þverá
IS-625 Ólafsfjörður
Sími: 846 1674
Netfang: info@vikingheliskiing.com
Vefsíða: www.vikingheliskiing.com

Hjá Viking Heliskiing er öflugt starfsfólk sem hefur langa reynslu af fjallaskíðum og sérhæfir sig í vinnu við krefjandi aðstæður. Megin áhersla er lögð á litla hópa, hágæða þjónustu og rík áhersla á öryggi gesta og einstaka upplifun hvers og eins. Hjá fyrirtækinu starfa þaulreyndir þyrluflugmenn sem gera gestum kleift að skíða frá stærstu toppum Tröllaskaga niður að sjó þar sem þyrlan bíður til þess að ferja gesti upp á næsta fjall.