Á Akureyri og í nágrenni bæjarins er frábær aðstaða fyrir þá sem stunda skíði af öllu tagi. Hlíðarfjall er rétt fyrir ofan bæinn þar sem finna má eitt besta skíðasvæði landsins fyrir flestar greinar skíðasportsins.
Í Hlíðarfjalli er gott skíðagöngusvæði og annað í og við Kjarnaskóg. Þegar aðstæður leyfa er einnig boðið upp á gönguskíðabraut eftir stígnum sem tengir Akureyri og Hrafnagil eða um 8 km frá bílastæðinu fyrir sunnan flugbrautarsvæðið.
Fjöllin og dalirnir í nágrenni bæjarins bjóða síðan ógrynni valkosta fyrir þá sem kjósa að fara utan troðinna leiða á göngu- og fjallaskíðum!
Sími: 462 2280
Netfang: hlidarfjall@hlidarfjall.is
Heimasíða: hlidarfjall.is
Uppfærðar upplýsingar um opnunartíma, veður ofl.
Í Hlíðarfjalli er sannkölluð skíðaparadís rétt við bæjardyrnar. Þar eru frábærar aðstæður fyrir skíða og snjóbrettaiðkunar. Lyfturnar á svæðinu geta samanlagt flutt 4,920 manns á klst. en samfelldur hæðarmunur á skíðabrekkunum er um 500 metrar. Alls eru um 24 skíðaleiðir í fjallinu og 7 lyftur.
Skíðastaðir eða skíðahótelið er aðal þjónustumiðstöð Hlíðarfjalls og stendur í um 506 metra hæð. Þar er miðasala, veitingastaður, snyrtingar og til hliðar við bygginguna er skíðaleiga og nestishús sem gestum svæðisins er frjálst að nýta. Einnig er veitingasala og snyrtingar í Strýtuskála sem er í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli en þangað verður að fara með stólalyftunni Fjarkanum. Við Skíðastaði er stórt bílastæði fyrir gesti skíðasvæðisins.
Best er að kaupa miða fyrirfram á netinu á heimasíðu fjallsins.
Á skíðagöngusvæði Hlíðarfjalls eru fimm merktar gönguleiðir. Þær eru frá 1,2 km upp í 10 km og eru við allra hæfi hvað varðar kunnáttu og getu. Hægt er að leigja gönguskíðabúnað hjá Skíðafélagi Akureyrar sem er með aðstöðu í gönguhúsinu við svæðið. Sérstakt bílastæði er við gönguskíðasvæðið og til þess að komast þangað er ekið norður fyrir skíðahótelið í Hlíðarfjalli og eftir vegi sem endar við gönguskíðahúsið. Gönguskíðasvæðið er opið og upplýst til kl. 22.00 á kvöldin. Salerni er fyrir gesti svæðisins í þjónustubyggingunni. Gjaldskylda er á skíðagöngusvæðinu og er hægt að kaupa kort eða dagsmiða á heimasíðu Hlíðarfjalls og í miðasölunni á Skíðastöðum. Ef miði er keyptur á netinu gildir kvittun í tölvupósti ef beðið er um að sýna greiðslu.
Stærsta skipulagða gönguskíðasvæði landsins (í skóglendi) með allt að 20 km troðnum brautum, þar af eru 6 km upplýstir. Hægt er að nálgast upplýsingar um færð gönguskíðasvæðisins hér , en litirnir á kortinu gefa til kynna tímann frá því að síðast var troðið (grænt, appelsínugult og bleikt eru frá nokkrum klukkustundum upp í 48 klst, meðan ljósblátt, dökkblátt og grátt er frá 2 upp í fleiri en 14 sólarhringar).
Kort af svæðinu
Svæðið samanstendur af Kjarnaskógi, Hömrum og Naustaborgum og er eitt vinsælasta útivistarsvæði sveitarfélagsins.
Hægt er að leggja bílum hjá Naustaborgum við enda Ljómatúns, við þjónustuhúsið við tjaldsvæðið á Hömrum eða bílastæðin í Kjarnaskógi sem eru samtals fimm. Snyrtingar fyrir gesti svæðisins eru við tvö af bílastæðum Kjarnaskógs.
Þegar aðstæður leyfa er einnig boðið upp á gönguskíðabrautir á Golfvelli Akureyrar, eru þá yfirleitt troðnir 2 hringi. Hægt er að komast inn á brautirnar á þremur stöðum. Frá Lóni - bílastæðinu við félagsheimili Golfklúbbs Akureyrar, við Ljómatún og við undirgöngin við Miðhúsabraut.
Þegar snjóalög leyfa er göngustígurinn milli Akureyrar og Hafnagils einnig troðinn fyrir gangandi- og gönguskíðafólk. Leiðin er nánast slétt og er um 8 km hvor leið. Hægt er að leggja bílum við bílastæðið fyrir sunnan flugvöllinn, við áningarstaðinn nálægt Hvammi og við Laugarborg í Hrafnagilshverfinu.
Þeim fjölgar sífellt sem stunda göngu- og fjallaskíði og svæðið í kringum Akureyri býður upp á ógrynni tækifæra á því sviði. Hér fyrir neðan er bent á nokkrar leiðir en ítrekað er að allar ferðir utan opinna og merktra brauta er á eigin ábyrgð. Utan merktra brauta geta leynst hindranir, grjót, snjór getur verið of lítill eða snjóflóðahætta yfirvofandi.
Áríðandi er að þeir sem skíða utanbrautar geri það af ábyrgð og skynsemi og hugi að því að hafa með sér ferðafélaga, hlaðinn farsíma og hafi með sér öryggisbúnað eins og skóflu, stöng og snjóflóðaýlu og kunna að beita honum. Einnig er tvímælalaus kostur að hafa farið á snjóflóðanámskeið.
Hægt er að skoða Öryggisreglur varðandi vetrarferðamennsku á vef Ferðafélags Íslands<
Best er að fara í ferðir með reyndum fjallaleiðsögumönnum og eða í skipulagðar ferðir á vegum reyndra aðila.
Hér fyrir neðan er listi yfir nokkra þá aðila sem skipuleggja námskeið og fjallaskíðaferðir á Akureyri og í nágrenni.
*Skíðafélag Akureyrar - fjallaskíðadeild
*Bergmenn Fjallaleiðsögumenn
*Fjallaskíðun
*Ferðafélag Akureyrar
Af vinsælum leiðum í nágrenni Akureyrar má nefna:
*Hlíðarfjall – Mælst er til þess að fylgja þeim ráðleggingum sem starfsfólk svæðisins leggur til sjá hér, til að forðast óþarfa árekstra.
Hér má finna kort af uppgönguleiðinni fyrir fjallaskíði og af skíðasvæðinu og skíðaleiðum
*Þingmannahnjúkur
*Kaldbakur
*Glerárdalur
*Vaðlaheiði
*Súlumýrar
*Verslun Hlíðarfjalli
Sími 462 2280
Ýmis smávarningur s.s. skíðagleraugu, sólgleraugu, hjálmar, sólarvörn, húfur, sokkar og vettlingar ofl.
*Skíðaþjónustan
Fjölnisgötu 4b
603 Akureyri
Sími: 4621713
Skíði, bretti, hjálmar, gleraugu, skór, bindingar, viðgerðaþjónusta og viðhald ofl.
*Sportver ehf
Glerártorgi
600 Akureyri
Sími: 461 1445
Útivistarfatnaður, gleraugu, hjálmar ofl.
*Hornið, veiði- og sportvöruverslun
Kaupvangsstræti 4
600 Akureyri
Sími 461 1516 og 461 1537
Netfang: utivistogveidi@simnet.is
Skíðaútbúnaður, skíðafatnaður, hjálmar, gleraugu ofl.
*Ellingsen
Hvannavöllum 14
600 Akureyri
Sími: 580 8500
Útivistarfatnaður, fylgihlutir ofl.
*Útisport
Dalsbraut 1
600 Akureyri
Sími: 461 1488
Útivistarfatnað, gönguskíði ofl.
*Púkinn/Mohawks
Hafnarstræti 22
600 Akureyri
Sími: 571 3188
Netfang: pukinnak@gmail.com
Útivistarfatnaður, snjóbretti ofl.
*IceWare
Hafnarstræti 106
600 Akureyri
Sími: 4607450
Útivistarfatnaður
* 66°North
Hafnarstræti 94
Heimasíða: 66north.com
Útivistarfatnaður
*Ullarkistan
Glerártorgi
Heimasíða: ullarkistan.is
Ullarfatnaður