Til baka

Hvalaskoðun

Víða á Norðurlandi er hægt að komast í hvalaskoðun og má jafnvel sjá hvali innst í Eyjafirði en á Pollinum framan Akureyrar hafa til að mynda sést andarnefjur, hnúfubakar og hrefnur. Nokkur fyrirtæki við Eyjafjörð sérhæfa sig í hvalaskoðun. Má þar nefna Whale Watching Akureyri á Akureyri, Whale Watching á Hauganesi, Norðursigling á Hjalteyri á Arctic Adventures á Dalvík, auk þess sem hægt er að sérpanta ferðir frá Akureyri, Hrísey, Hjalteyri, Árskógssandi o.fl. stöðum, m.a. frá fyrirtækjunum hér að ofan.


Whale Watching Akureyri

Whale Watching Akureyri
Oddeyrarbót 2
IS-600 Akureyri
Sími: 497 1000. 
Netfang: info@whalewatchingakureyri.is
Vefsíða: www.whalewatchingakureyri.is  
Brottför frá flotbryggju við Menningarhúsið Hof.
Whale Watching Akureyri leiðsegir og gerir út hvalaskoðunarferðir frá Akureyri í Eyjafirði. Þar leika hinir Eyfirsku hnúfubakar lausum sporði og setja á svið stórkostlega náttúrulífssýningu. Whale Watching Akureyri gerir bæði út sérhannað hvalaskoðunarskip sem og sérsmíðaða RIB hraðbáta. Skipið tekur 200 farþega í miklum þægindum og býður flott útsýni frá útsýnispöllum þess, ferðir á því henta sérstaklega fjölskyldum og hópum. RIB hraðbátarnir bjóða upp á mikla nálægð við hafið og lífríki þess, þeir taka einungis litla hópa, 12 farþega hver með leiðsögumanni og sérþjálfuðum skipstjóra. Veldu RIB ferð ef þig langar í mikið ævintýri.


Special Tours Akureyri

Oddeyrarbót 1
600 Akureyri
Sími: 560 8800
Netfang: info@specialtours.is
Vefsíða: www.specialtours.is
Hvalaskoðunarferðir með Special Tours frá Akureyri eru spennandi upplifun fyrir alla náttúruunnendur! 
Ferðirnar okkar um fallega Eyjafjörðinn bjóða upp á kynni af hnúfubökum og öðrum hvalategundum í sínu náttúrulega umhverfi.

Fróðir og vingjarnlegir leiðsögumenn okkar auðga hverja ferð með innsýn í dýralíf og landslag Norðurlands, og hraðskreiða en þægilega katamaran okkar Lilja býður upp á hið fullkomna skip fyrir stefnumót við hvalina.

Við bjóðum uppa hvalaskoðun frá maí til september með daglegum brottförum klukkan 9:00 og 13:00.



Arctic Adventures

Svarfaðarbraut 14
IS-620 Dalvík
Netfang: book@ArcticSeaTours.is
Vefsíða: www.ArcticSeaTours.is

Arctic Sea Tours er fjölskyldufyrirtæki í hvalaskoðun frá Dalvík 30 mínútum frá Akureyri. Hvalaskoðunin fer fram í Eyjafirði oftast í kringum Hrísey. Í hverri ferð er stoppað til að veiða í 10 - 15 mínútur, sýning á flökun, heitur drykkur og meðlæti og í lokin er fiskurinn úr ferðinni grillaður á bryggjunni. Á ferðum sumarið 2011 sáust hvalir eða höfrunga í 99% ferða. Arctic Sea Tours rekur einn eikarbát sem hefur verið breytt samkvæmt ströngustu kröfum Siglingastofnunar. Áhöfnin hefur verið þjálfuð í hóp og neyðarstjórn hjá Slysavarnaskóla sjómanna.


Whale Watching Hauganes

IS-621 Dalvík
Sími: 867 000
Netfang: whales@whales.is
Vefsíða: www.whales.is

Fyrirtækið býður upp á hvalaskoðun og sjóstangveiði. Farið er frá Hauganesi, litlu sjávarþorpi á vesturströnd Eyjafjarðar, 34 km frá Akureyri.  Níels Jónsson er gamalt fjölskyldufyrirtæki og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá stofnun. Allir skipstjórarnir eru starfandi sjómenn á veturna. Á vorin er bátnum breytt í hvalaskoðunarbát. Í ferðunum er boðið upp á kaffi og sætabrauð, og um borð er útbúnaður til sjóstangveiði.  Ferðirnar eru í boði jafnt fyrir einstaklinga og hópa. 


Norðursigling á Hjalteyri

IS-601 Hjalteyri
Sími: 840-7250
Netfang: hjalteyri@northsailing.is
Vefsíða: www.whalewatchinghjalteyri.is 

Norðursigling er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1995 og gerir út frá Hjalteyri sem er í korters fjarlægð (15 km) frá Akureyri  og taka ferðirnar um tvær klukkustundir.

Gestum er boðið upp á heitt súkkulaði og kanilsnúða í ferðinni. Einnig er boðið upp á hlýja galla til að fyrirbyggja kulda.