Akureyri Food Walk
Sími: +354 663 1491
Heimasíða: www.akureyrifoodwalk.com
Netfang: akureyrifoodwalk@gmail.com
Matarganga um Akureyri er þriggja klukkustunda matar- og skemmtiferð þar sem gengið er um Akureyri með skemmtilegum heimamanni, fimm veitingastaðir í bænum heimsóttir auk faldra gimsteina og ljúffengra hefðbundinna rétta notið – í litlum og persónulegum hóp!
Þú færð að smakka íslenskt lambakjöt, ferskan fisk, íslenskan ís og auðvitað hinu einu sönnu íslensku pylsu!
Þetta er án efa besta leiðin til að kynnast bænum og uppgötva hvar besta matinn og veitingastaðina er að finna!
Við trúum því að gestir okkar vilji upplifa Akureyri eins og heimamenn – ekki á túristalegan hátt, ekki úr rútu. Við viljum ekki bara sjá helstu kennileitin, heldur finna falda gimsteina bæjarins.
Matargangan snýst um mat, fólk, sögu og hefðir – og við getum ekki beðið eftir að sýna þér bæinn okkar!
Ferðirnar eru í boði frá miðjum maí og út september.