GoHusky er lítið íslenskt fjölskyldufyrirtæki í eigu Gunnars og Maríu. Ævintýrið byrjaði þegar þau eignuðust þeirra fyrsta hund, Alaskan husky, sem heitir Aska. Í dag eiga þau 9 hunda og eru með 4 aðra hunda í sleðahundateyminu. Saman fara þau í allskonar útivist.
Á veturna er boðið upp á hundasleðferðir, beint frá bæjardyrum í Glæsibæ, um næsta nágrenni í sveitinni. Allt árið er hægt að koma í heimsókn og eiga notalega stund með hundunum. Á meðan heimsókn stendur er hægt að taka eins margar myndir og óskað er og fá endalausa huskykossa. Einnig er boðið upp á gönguferðir þar sem gestir eru með mittisbeisli og hund að draga og það er magnað að finna kraftinn í hundunum og sjá hvernig þeir vinna með eðli sitt.