Til baka

Hjólaleiðir og þjónusta

Á Akureyri er að finna frábærar aðstæður til hjólreiða. Auðvelt er að finna hjólaleiðir í bænum, útivistarsvæðum bæjarins og í nágrannasveitarfélögunum.
Fjölbreytt úrval leiða er í boði og hægt að velja um lengd leiðar, erfiðleikastig eða hvort um götuhjól eða fjallahjól er að ræða. Skoða má úrval leiða hér

Mælt er með að nota alltaf hjálm og annan öryggisbúnað eins og ljós/blikkljós, bjöllu, hnjá- og olnbogahlífar. 

Í Kjarnaskogur, og Hlíðarfjall bike park eru margar sérhannaðar hjólaleiðir. Í Hlíðarfjalli er opin lyfta á sumrin þar sem hægt er að fá far upp hlíðina fyrir bæði fólk og hjól, sjá verð og afgreiðslutíma á hlidarfjall.is

Hægt er að skoða ýmsar hjólaleiðir á Trailforks - sjá hér!


Hjólreiðafélag Akureyrar vinnur ötult starf í uppbyggingu leiða/svæða, auk þess að halda námskeið og viðburði eins og t.d. hjólreiðahelgi Greifans. Það sér einning um að skráð leiðir í gagnagrunn Trailforks. Sjá nánar heimasíðu félagsins Hjólreiðafélags Akureyrar.

Nokkrir aðilar þjónusta hjólreiðarfólk með viðgerðir og útbúnað m.a. 

Skíðaþjónustan
Útisport
Púkinn
Ellingsen
Bykó
Húsasmiðjan
Hagkaup
Msport
Hornið útivist og veiði
Sport 24