Kjarnaskógur
IS-600 Akureyri
Sími: 462 4047
Netfang: kjarni@est.is
Heimasíða: skogargatt.is/kjarnaskogur
Kjarnaskógur er eitt vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa, um 800 hektara að stærð. Við upphaf skógræktar á svæðinu um 1950 var landið skóglaust með öllu. Síðan þá hefur verið plantað um 1.5 milljón plantna og er þar mikil gróðursæld og gott skjól.
Svæðið er í eigu Akureyrarbæjar en í umsjá Skógræktarfélags Eyfirðinga. Í Kjarnaskógi eru upplýstar trimmbrautir og göngustígar. Þegar snjóar er brautin troðin og sporuð fyrir skíðagöngufólk. Þar eru einnig ýmis líkamsræktartæki, svo og bekkir til hvíldar fyrir þá sem þess þurfa.
Tvö leiksvæði með fjölda leiktækja
Blakvöll
Snyrtingar
Yfirbyggða grillaðstöðu sem hentar jafnt einstaklingum sem hópum
Stærsta skipulagða gönguskíðasvæði landsins (í skóglendi) með allt að 20 km troðnum brautum, þar af eru 6 km upplýstir. (Upplýsingar um skíðafæri er alltaf uppfært í síma 878-4050).
Fyrstu sérhönnuðu fjallahjólabraut landsins
Um 12 km af malarbornum stígum, þar af eru 6 km upplýstir, auk fjölda annarra skógarstíga.