Hlíðarfjall Akureyri
Hlíðarfjallsvegur, 600 Akureyri
www.hlidarfjall.is
Sumaropnun í Hlíðarfjalli. Stólalyftan (fjarkinn) verður opin fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 18. júlí til 8. september 2024. Á tímabilinu verður hægt að nýta lyfturnar til að koma sér upp fjallið hvort sem það er til að njóta hjólagarðsins eða til að ganga um fjallið og njóta útsýnisins.
Á heimasíðu Hlíðarfjalls má sjá gott kort af lyftu-, hjóla- og gönguleiðum.
Opnunartími Fjarkinn (stólalyfta):
Fimmtudagar 17-21
Föstudagar 17-21
Laugardagar 10-17
Sunnudagar 10-16
Stefnt er að því að Fjallkonan (efri stólalyftan) verði opin fimm helgar í sumar á laugardögum og sunnudögum frá kl. 10-15.
Verð fyrir fullorðna:
1 ferð: Isk 1.560,-
1 dagur (fim-fös): 4.680,-
1 dagur (lau-sun): 5.880,-
Helgarpassi: 15.590,-
Sumarkort: 32.980,-
Fyrir börn:
1 ferð: 810,-
1 dagur (fim-fös): 1.380,-
1 dagur (lau-sun): 1.970,-
Helgarpassi: 4.470,-
Sumarkort: 8.400,-
Hægt er að kaupa miðana hér á síðu Hlíðarfjalls.
Með þessu móti opnast enn fleiri tækifæri til útivistar í Hlíðarfjalli á sumrin en þar er nú þegar góð aðstaða bæði fyrir hjóla- og göngufólk. Fyrir þá sem eingöngu vilja taka lyftuna fram og til baka og njóta hins glæsilega útsýnis sem Strýtuskálinn býður upp á þá gildir lyftumiðinn einnig fyrir ferðina til baka með lyftunni. Hjólafólk getur tekið hjólið með sér í lyftuna.