Til baka

Hlíðarfjalli - sumaropnun

Hlíðarfjall Akureyri
Hlíðarfjallsvegur, 600 Akureyri
www.hlidarfjall.is

Sumaropnun í Hlíðarfjalli. Stólalyftan (fjarkinn) verður opin fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 18.  júlí til 8. september 2024.  Á tímabilinu verður hægt að nýta lyfturnar til að koma sér upp fjallið hvort sem það er til að njóta hjólagarðsins eða til að ganga um fjallið og njóta útsýnisins.

Stefnt er á að Fjallkonan verði opin fjórar helgar í sumar frá 3. ágúst til 25. ágúst, á laugardögum og sunnudögum frá kl. 10-15.

Á heimasíðu Hlíðarfjalls má sjá gott kort af lyftu-, hjóla- og gönguleiðum.

Opnunartími Fjarkinn (stólalyfta):

Fimmtudagar 17-21
Föstudagar 17-21
Laugardagar 10-17
Sunnudagar 10-16
Stefnt er að því að Fjallkonan (efri stólalyftan) verði opin fimm helgar í sumar á laugardögum og sunnudögum frá kl. 10-15.

Verð fyrir fullorðna:

1 ferð: Isk 1.560,-
1 dagur (fim-fös): 4.680,-
1 dagur (lau-sun): 5.880,-
Helgarpassi: 15.590,-
Sumarkort: 32.980,-

Fyrir börn:

1 ferð: 810,-
1 dagur (fim-fös): 1.380,-
1 dagur (lau-sun): 1.970,-
Helgarpassi: 4.470,-
Sumarkort: 8.400,-

Hægt er að kaupa miðana hér á síðu Hlíðarfjalls.

Með þessu móti opnast enn fleiri tækifæri til útivistar í Hlíðarfjalli á sumrin en þar er nú þegar góð aðstaða bæði fyrir hjóla- og göngufólk. Fyrir þá sem eingöngu vilja taka lyftuna fram og til baka og njóta hins glæsilega útsýnis sem Strýtuskálinn býður upp á þá gildir lyftumiðinn einnig fyrir ferðina til baka með lyftunni. Hjólafólk getur tekið hjólið með sér í lyftuna.