Tjaldsvæði Grímseyjar
IS-611 Grímsey
Sími: (+354) 467 3155
Netfang: sund@akureyri.is
Tjaldsvæðið í Grímsey er staðsett við Sundlaug Grímseyjar. Þar er öll aðstaða, salerni, sturtur og heitt og kalt vatn í sundlaugarbyggingunni. Afgreiðsla og upplýsingar varðandi tjaldsvæðið er hjá starfsmanni sundlaugarinnar í Grímsey.
Afgreiðslutími - sjá hér
Verð (2024)
Eitt verð er í gildi fyrir gesti tjaldsvæðisins kr. 1.800 á mann / nóttin.
Frítt fyrir börn undir 18 ára sem eru í fylgd með fjölskyldu.
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar kr. 1.400 á mann
Tenging við rafmagn kr 1400 pr sólarhring
Gistieiningargjald kr 1000 (tjald, húsbíll o.s.frv.) pr. nótt (gistináttaskattur kr 300 + vsk er innifalinn í því verði)
Netfang: sund@akureyri.is