Laugardaginn 14. júní verður slegið upp Britpop tónleikum á Græna Hattinum.
Heiðar Örn Kristjánsson (Botnleðja) og stórsöngkonan Stefanía Svavarsdóttir leiða frábæra hljómsveit í flutningi á ódauðlegum slögurum frá gullaldartíma Britpop-senunnar.
Í apríl síðast liðnum spilaði sami hópur fyrir fullu húsi í Iðnó og hlaut frábærar undirtektir tónleikagesta.
Á dagskrá eru lög frá stærstu hljómsveitum tímabilsins, þar á meðal Oasis, Blur, The Verve, Radiohead, Skunk Anansie, The Cranberries og fleiri. Þú getur búist við geggjaðri stemningu, öflugri nostalgíu og kvöldi þar sem breska rokkbylgjan lifnar við á ný!