Til baka

Bakkar Eyjafjarðarár

Bakkar Eyjafjarðarár

Bakkar Eyjafjarðarár

Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson

Gangan hefst við bílastæðið neðan við Kaupang. Gengið að gömlu brúnni yfir Eyjafjarðará og meðfram bökkum Eyjafjarðarár. Gengið um eyðibýlið Kaupangsbakka og sagðar sögur af svæðinu. Þægilegum slóða fylgt meðfram ánni allt að brúnni við Hrafnagil. Á þessum tíma ættu að vera fallegir haustlitir hvarvetna. Selflytja þarf bíla milli Kaupangs og brúarinnar við Hrafnagil.

Vegalengd: 10 km. Gönguhækkun: Óveruleg.

Þátttaka ókeypis

Hvenær
laugardagur, september 13
Klukkan
10:00-14:00
Hvar
Strandgata, Akureyri
Verð
Þátttaka ókeypis