Rögnvaldur Gáfaði , 60 ára og enn að reyna að vera fyndinn. Kvöldstund með Rögnvaldi Gáfaða þar sem hann ætlar að fagna þeim áfanga að vera orðin 60 ára gamall (ef ekkert óvænt kemur uppá ).
Þar mun hann segja gamansögur og brandara sem hann hefur heyrt á lífsleiðinni og man enn, flestar sögurnar og brandararnir eru þessvegna frá því í fyrra.

Þetta verður ekki svona dæmigert uppistand með frumsömdu efni , heldur ægir þarna öllu saman , sannar sögur, samdar sögur og brandarar sem hafa höfðað til Rögga í gegnum tíðina. Þarna verður spilað eftir gömlu leikreglunum, ALLT látið flakka , og því er ráðlegast fyrir viðkvæm blóm að halda sig heima.

Röggi gerði töluvert af þessu á árum áður en dró sig í hlé fyrir 10 árum ,og var hvíldinni feginn. Þetta verður því aðeins þetta eina kvöld , enda ekki reiknað með mikilli eftirspurn og engin áform um frekari landvinninga á þessu sviði.
Því eins og hann hefur sjálfur marg oft sagt, gamlir karlar eiga ekki að reyna að vera fyndnir.
En reglur eru jú til þess að brjóta þær.

Góða skemmtun !!