Til baka

Eyrarrokk

Eyrarrokk

Tónlistarhátíðin Eyrarrokk á Akureyri helgina 3.-4 okt

Við endurtökum nostalgíuna fimmta árið í röð helgina 3. - 4. október n.k þegar tónlistahátíðin Eyrarrokk verður haldin með pomti og prakt á Verkstæðinu á Akureyri.
Hátíðin er búin að festa sig vel í sessi fyrir norðan enda þykir hún hin glæsilegasta. Sem fyrr eru þetta tvö kvöld, föstudags og laugardagskvöld og koma fram 6 bönd hvort kvöld.

Dagskrá birtist hér þegar nær dregur en árið 2024 komu eftirtaldir fram:
Kælan mikla, Múr, Fræbbblarnir, Tappi tíkarrass, Bleiku bastarnir, Tonnatak, Langi Seli & Skuggarnir, Baraflokkurinn, Rock paper sisters, Dr. Gunni, Fókus, Amma Dýrunn.

Hvenær
3. - 4. október
Klukkan
20:00
Hvar
Strandgata 53, Akureyri
Verð
6900