Til baka

Akureyrarvaka

Akureyrarvaka er bæjarhátíð sem haldin er síðustu helgina í ágúst í tilefni afmælis Akureyrarbæjar, 29. ágúst. Hátíðin markar jafnframt lok Listasumars, listahátíðar sem stendur frá Jónsmessu til ágústloka. Akureyrarvaka er sett í Lystigarðinum á föstudagskvöldinu. Garðurinn er þá skrautlýstur og þykir mörgum rölt um garðinn í rökkurró hinn eini sanni hápunktur Akureyrarvöku.

Hálönd við Hlíðarfjallsveg

Hálönd eru orlofshús miðja vegu á milli miðbæjarins og skíðasvæðis Akureyringa. Í húsunum eru 3 rúmgóð herbergi og gistiaðstaða fyrir allt að 8 manns.

Centrum Hostel

Centrum Hostel er staðsett á 2. hæð í miðri göngugötunni þannig að stutt er í allt það besta sem bærinn hefur upp á að bjóða. Í sameigninni er að finna aðgang að eldavél, örbylgjuofni og ískáp ásamt öllum nauðsynlegustu eldhúsáhöldunum. Þar er einnig tilvalið að vafra á netinu, horfa á sjónvarpið eða bara að lesa bók í rólegheitum.

Sumarsólstöður í Grímsey

Íbúar Grímseyjar fagna sumarsólstöðum þann 20 Júní með hátíð, sem allir eru velkomnir að taka þátt í. Upplifðu sumarsólstöðurnar á nyrsta stað landsins, umkringd/ur Lundum.

N1-mót KA í knattspyrnu (júní - júlí)

Mótið er fyrir 5.flokk drengja og er stærsta árlega knattspyrnumót landsins með á fimmtánda hundrað þáttakendur auk þjálfara og liðsstjóra. Mótið er haldið um mánaðarmótin júní / júlí og stendur í 4 daga.