Til baka

Deiglan - Gilfélagið

Í Deiglunni sem staðsett er í Listagilinu er aðsetur Gilfélagsins sem stofnað var árið 1990. Félagið hefur einnig umsjón með gestavinnustofu Gilfélagsins sem staðsett er efst í Listagilinu.

Ísklifur

Ísfossarnir hjá Björgum njóta vaxandi vinsælda meðal ísklifrara og er staðurinn orðinn nokkuð þekktur erlendis m.a. vegna þess hve sérstakt er að klífa ísfossa yfir sjó. Klifursvæðið er um 5 kílómetrar á lengd með 20-30 fjölbreyttum klifurstöðum. Ísfossarnir eru frá því að vera nokkrir metrar á hæð uppí 180 metrar. Svæðið þykir mjög heppilegt til ísklifurs enda nánast við bæjardyrnar á Björgum en bærinn er staðsettur við Skjálfandaflóa.

Tvær veggmyndir

Nemendur Glerárskóla undir stjórn Aðalbjargar M. Ólafsdóttur: Tvær veggmyndir. Haust 2006 og vor 2008.

Kærleikur

Jóhann Ingimarsson, Nói: Kærleikur. Oddeyrartangi. 1993.

Veggverk

VeggVerk. Strandgötu 17.

Súlan EA 300

Starfsmenn Slippsins Súlan EA 300 Torfunefsbryggja 2011

Akureyrarvaka

Akureyrarvaka er bæjarhátíð sem haldin er síðustu helgina í ágúst í tilefni afmælis Akureyrarbæjar, 29. ágúst. Hátíðin markar jafnframt lok Listasumars, listahátíðar sem stendur frá Jónsmessu til ágústloka. Akureyrarvaka er sett í Lystigarðinum á föstudagskvöldinu. Garðurinn er þá skrautlýstur og þykir mörgum rölt um garðinn í rökkurró hinn eini sanni hápunktur Akureyrarvöku.