Ýmislegt alls konar - Opin smiðja fyrir fjölskyldur í Listasafninu
Sumardaginn fyrsta kl. 12-15, verður boðið upp á opna listsmiðju fyrir fjölskyldur í Listasafninu á Akureyri.
Alls konar efniviður verður á staðnum og öll velkomin. Tilvalið tækifæri fyrir fjölskyldur að skapa sitt eigið listaverk og njóta samverunnar.
Enginn aðgangseyrir.