Veðurfölnir hefur kallað eftir liðsauka frá Hafnarfirði og hefur Víkingafélagið Rimmugýgur svarað því kalli.
Í tjaldbúðunum verður hægt að setjast við varðeld og skeggræða við víkinga, skoða og versla handverksvörur, stytta stundir með víkinga leikjum eða söng, prófa vopn og verjur víkingaaldar og sjá þeim beitt í bardaga.
Ragnar Elías Ólafsson Þveræingagoði fer fyrir opnunar athöfn í tjaldbúðunum klukkan 11:00 á laugardag.
Öll velkomin að upplifa menningu og bardagalist Víkinga!
Dagskrá Víkingahátíðarinnar er þessi:
Laugardagur:
Kl. 11.00 tjalbúðir opna og opnunarathöfn fer fram.
Kl. 12.00 Vopnaskak
Kl. 14.00 Leikir
Kl. 15.00 Vopnaskak
Kl. 17.00 Vopnaskak
Kl. 18.00 Dagskrá lýkur
Axarkast verður á svæðinu
Sunnudagur:
Kl. 11.00 Tjaldbúðir opna
Kl. 12.00 Vopnaskak
Kl. 13.00 leikir
Kl. 14.00 Dagskrá lýkur
Axarkast verður á svæðinu
Viðburðurinn er styrktur af Akureyrarvöku.