Til baka

Vika móðurmáls: lifandi sýning og skiptibókamarkaður

Vika móðurmáls: lifandi sýning og skiptibókamarkaður

17.-22. febrúar verður lifandi sýning í anddyri safnsins og bókaskiptimarkaður

Alþjóðadagur móðurmálsins er haldin árlega 21. febrúar og við á Amtsbókasafninu ætlum að halda upp á daginn í heila viku.

Vikuna 17.-22. febrúar verður lifandi sýning í anddyri safnsins í tilefni dags móðurmálsins:

  • Skiptibókamarkaður fyrir erlendar bækur – bæði hægt að koma með bækur og taka bækur (hægt verður að koma með bækur í afgreiðslu safnsins fyrir viðburðinn).
  • Taktu þátt - Orð á þínu móðurmáli:

o Hvernig segir maður bros á þínu móðurmáli?

o Hvernig segir maður fýlupúki á þínu móðurmáli?

o Hvert er þitt uppáhalds orð á þínu móðurmáli og hvað þýðir orðið á íslensku og/eða ensku?

  • Heimurinn okkar

o Hvaðan ertu? Merktu á kortið!

  • Á sýningunni verða upplýsingar um hvar er hægt að nálgast bækur á erlendum málum á Amtsbókasafninu og upplýsingar um samstarf okkar við Bókasafni móðurmáls.
  • Á sýningaborðinu við afgreiðsluna á 1. hæð verður sýnishorn af barna- og fullorðinsbókum á erlendum málum sem við eigum á safninu til útláns.

Laugardaginn 15. febrúar verður fánasmiðja á safninu frá klukkan 13 -15 og ætlum við að nota fánana til þess að skreyta anddyrið á Amtsbókasafninu.

Fimmtudaginn 20. febrúar klukkan 16:30 verður sögustund á fleiri tungumálum – íslensku, spænsku, tékknesku og þýsku og föndur á eftir.

Hvenær
21. - 22. febrúar
Klukkan
12:00-16:00
Hvar
Akureyri Municipal Library, Brekkugata, Akureyri