Til baka

Vídeóverkið Bylta

Vídeóverkið Bylta

Verki Mörtu Sigríðar Róbertsdóttur varpað á Listasafnið á Akureyri.

Marta Sigríður Róbertsdóttir er hönnuður sem vinnur á mörkum rýmis,
þrívíddar og áþreifanlegra hluta. Hún er útskrifaður innanhússarkitekt
úr Konunglegu Listaakademíunni í Haag og hefur í verkum sínum kannað
ímyndaða heima með tengingu rýmishönnunar og stafrænnar tækni.

Í verkinu sínu Bylta (Tumble) fyrir Akureyrarvöku blandar Marta saman
náttúrulegu umhverfi við ónáttúrulega hluti og notar þrívíddarforrit
til að ákvarða hvernig þessir hlutir mætast.

Einnig verður listagilið skreytt fallegum litum.

Tilvalið að koma við í Listagilinu eftir stórtónleikana og bera verkið augum.

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 26. ágúst
Tímasetning: kl. 22.00 - 00.00
Staðsetning: Listagilið
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir


Viðburðurinn er styrktur af Akureyrarvöku 2023.

Hvenær
laugardagur, ágúst 26
Klukkan
22:00-00:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir