Fagnaðu vetrarsólstöðum með hátíðlegri jólatónlist! Þann 21. desember, þegar dagurinn er stystur og myrkrið mest, býður Minjasafnið á Akureyri upp á tónleika í tilefni þess að ljósið fer að ná yfirhöndinni.
Brasskvintett Norðurlands, framkallar hátíðlega tóna en hann skipa:
• Vilhjálmur Ingi Sigurðarson – trompet
• Sóley Björk Einarsdóttir – trompet
• Kjartan Ólafsson – horn
• Þorkell Ásgeir Jóhannsson – básúna
• Helgi Þ. Svavarsson – túba
Komdu og leyfðu tónlistinni að lýsa upp dimmasta dag ársins!
Hvar: Minjasafnið á Akureyri
Hvenær: Laugardaginn 21. desember kl. 14.
Aðgangur ókeypis, en frjáls framlög vel þegin.