Til baka

Untethered – Óbundið

Untethered – Óbundið

Linda Berkley gesta listamaður Gilfélagsins sýnir verk sín
  • „Untethered“ sýning Lindu Berkley listamanns frá Norðvestur strönd Kyrrnahafsins verðrur í sal Deiglunnar á Akureyri dagana 26.–27. apríl 2025 frá kl. 14:00–17:00, báða dagana.
  • Deiglan, Kaupvangsstræti 23. Syggnusýning á „Rozome“ og „Katazome“ japönsku resist litunaraðferðinni á laugardaginn 26. apríl 2025 kl. 15:00 | Deiglan sýningarsalur, Kaupvangsstræti 23 á Akureyri. Aðgangur er ókeypis.

„Mig hefur dreymt um að koma aftur til Íslands. Ég er enn djúpt snortinn af kynningu minni af sláandi umfangi og stærð íslensks landslags/sjávarlandslags/himinlandslags. Áhrifum þess á íslenska menningu og listræn sjónarhorn, sem ég upplifði sem gestalistamaður á NES vinnustofum á Skagaströnd fyrir tíu árum.

Um þessar mundir vinnur Linda með ‘Rozome’, ‘Roketsuzome’ og ‘Katazome’ (japanska tækni) og náttúruleg litarefni; hún kannar útgeislun og innbyrðis tengsl lita, jafnvægi í hönn sem er óbundin vestrænu sjónarhorni eða línugæðum. Í list sinni byggir Linda á sterkri teikningu, tilraunakenndri Rozome-tækninni og vatnslitarannsóknum. Rannsóknir sem skila sér í sjónrænum mynstrum, táknum og tjáningu; samsvörun milli hinns innri heims og þess ytri.“

Berkley mun kynna sýningu sína „Untethered“ í sal Deiglunnar 26. og 27. apríl, frá 14:00–17:00 á báða dagana, þar sem hún sýnir afrakstur sköpunarsinnar í teikningu, vatnslitum og tilraunakenndu japönsku málverki („Rozome“, byggt á hefðbundinni kimono hönnun). Linda Berkley mun einnig halda skyggnukynningu á verkum sínum þar sem hún útskýrir ferlið við japönsku litunaraðferðirnar ‘Rozome’ og ‘Katazome’ laugardaginn 26. apríl klukkan 15:00.

Linda Berkley er myndlistarkona sem býr við norðvesturströnd Kyrrahafsins með eiginmanni sínum og ketti, vinnur á vinnustofu sinni og í náttúrunni, www.lindaberkley.com, til að fagna sköpunarferlinu og krafti athugunarinnar.

Linda lét af störfum sem kennari eftir 27 ár sem háskólalistprófessor. Menntunarbakgrunnur hennar felur í sér BFA Museum School of Fine Arts, Boston, MFA University of Arizona og vísindaleg námsskírteini myndskreytingu frá háskólanum í Washington. Hún hefur sótt gestavinnustofur í Japan, DrawInternational Frakklandi, Vermont Studio School og Anderson Ranch, Colorado.

Hvenær
laugardagur 16-20
Klukkan
16:00-20:00
Hvar
Kaupvangsstræti 23, Akureyri
Verð
ókeypis