Til baka

Tweed Ride Akureyri

Tweed Ride Akureyri

Taktu þátt í einum fegursta hjólaviðburði ársins.

Laugardaginn 26. ágúst er komið að því að halda Tweed Ride Akureyri í annað sinn. Mæting er fyrir framan Akureyrarkirkju kl. 14.00.

Til að gera stemminguna sem skemmtilegasta eru þátttakendur hvattir til að klæða sig í sparifötin og koma á klassísku og virðulegu borgarhjóli.

Tekið skal fram að allir eru velkomnir í hvaða fatnaði og hjóli sem er.

Hjólað verður um miðbæ Akureyrar, Innbæinn og Eyrina svo eitthvað sé nefnt. Tveir áningarstaðir eru á leiðinni þar sem hægt verður að fá sér hressingu. Nú er tilvalið tækifæri til að taka fram gamla hjólið og gera það klárt fyrir stóra daginn. Reiðhjólaverzlunin Berlin gefur verðlaun fyrir fallegasta hjólið.

Uppruna Tweed Ride má rekja til þess þegar reiðhjólafólk í London tók sig saman árið 2009 og stóð fyrir hóphjólreiðum um borgina. Þátttakendur klæddu sig í klassísk föt og draktir í anda bresks hefðarfólks og reiðhjólin voru flest klassísk og virðuleg borgarhjól. Í stuttu máli sagt, þá er þetta stórskemmtilegur viðburður sem alltaf vekur athygli.

Vertu með!
Þátttaka er ókeypis - Engin skráning.

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 26. ágúst
Tímasetning: kl. 14.00 - 17.00
Staðsetning: Viðburður hefst við Akureyrarkirkju
Aðgangseyrir: Ekkert þátttökugjald
Annað: Skráning er ekki nauðsynleg, bara mæta og vera með


Viðburðurinn er hluti af Akureyrarvöku 2023.

Hvenær
laugardagur, ágúst 26
Klukkan
14:00-17:00
Hvar
Akureyrarkirkja, við Eyrarlandsveg, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald