Eftir langt hlé verður loksins boðið upp á Tweed Ride á Akureyri sunnudaginn 28. ágúst. Klæðum okkur upp og tökum fram gömlu klassísku hjólin í tilefni Akureyrarvöku. Það er Reiðhjólaverzlunin Berlín sem stendur fyrir viðburðinum í samstarfi við Akureyrarvöku. Í lok hjólatúrsins verður verðlaunaafhending fyrir best klædda herramanninn, best klæddu dömuna og fallegasta hjólið.
Áætluð dagskrá:
Kl. 14.00 – Mæting við Akureyrarkirkju, afhending númera, hópmynd tekin og lagt af stað.
Kl. 15.30 – Hressing við LYST í Lystigarðinum. Gengið með hjólin inn í garðinn.
Kl. 16.45 – Hjólatúrnum lýkur við Garúnu í Menningarhúsinu Hofi. Hressing og verðlaunaafhending.
Ef þú átt ekki hjól er hægt að leigja hjól frá Reiðhjólaverzluninni Berlín. Takmarkað magn í boði. Nánari upplýsingar á jonoli@reidhjolaverzlunin.is
Þátttökuskráning og allar nánari upplýsingar á tweedride.is
Viðburðurinn er hluti af Akureyrarvöku.