KUSK og Óviti, eða Kolbrún og Hrannar Máni, efna til tónleika á LYST í Lystigarðinum á Akureyri.
Þetta verður í fyrsta skipti sem þau spila sjálfstætt á Akureyri og eru tónleikarnir opnir öllum.
KUSK (Kolbrún Óskarsdóttir) og Óviti (Hrannar Máni Ólafsson) eru hið dæmigerða tónlistardúó, bestu vinir sem vinna saman í öllu sem kemur að lagasmíðum, pródúseringu og tónleikahaldi.
Kolbrún, KUSK, er 19 ára miðbæjarrotta sem semur popp tónlist í herberginu sínu. Hún bar sigur úr býtum í Músíktilraunum 2022 og gaf svo út sína fyrstu plötu “SKVALDUR” síðastliðinn Október.
Hrannar, Óviti, gaf út sína fyrstu plötu “Ranka við” árið 2021 með lögum eins og “Hringrás”, “Hvað með það feat. KUSK” og “Óviti feat. JóiPé”.
KUSK og Óviti hafa spilað vítt og breitt um landið, ratað í Vikuna með Gísla Marteini, til Akureyrar og jafnvel út fyrir landamæri en þau komu fram á hátíðinni Westerpop í Hollandi síðasta sumar. Saman hafa þau einnig gefið úr nokkur lög, eins og “FLUGVÉLAR” og “ELSKU VINUR”.
Núna halda þau norður á land um páskana og hlakka til að koma fram:)