Til baka

Tónatal - opnun

Tónatal - opnun

Myndverk barna og kórsöngur barnakórs.

Myndverk barna og kórsöngur barna tala saman á opnun sýningarinnar Tónatal í Menningarhúsinu Hofi á sumardaginn fyrsta. Verkefnið er samstarf milli hópa barna sem skapa myndverk annars vegar og barna sem syngja í barnakór hins vegar.

Við opnun sýningarinnar syngur kórinn 4-5 lög undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur, kórstjóra og organista, og á veggjum í Hamragili verða um 30 myndverk eftir börn í 4.-7. bekk Glerárskóla, unnin undir áhrifum tónlistarinnar þar sem þema laganna er vorkoma og sumar.

Verkefnastjórar eru þær Elsa María Guðmundsdóttir sjónlistakennari við Glerárskóla á Akureyri og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, kórstjóri og organisti. Samstarfsaðili verkefnisins er Menningarhúsið Hof.

Sýningin Tónatal stendur til 25. apríl. Sjá nánar HÉR


Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.
Skoðaðu viðburðadagatal hátíðarinnar HÉR

Hvenær
fimmtudagur, apríl 20
Klukkan
14:00-14:30
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir