TÓLF TÓNA KORTÉRIÐ - ÞORSTEINN
Þorsteinn frumflytur verkið ÓREIÐA fyrir rafgítar og tölvustýrða teiknióreiðu!
Tólf Tóna Kortér laugardaginn 5. apríl!
Klukkan 15:00-15:15
og 16:00-16:15
opið öllum áhugasömum um hljóð, tónlist og fjör!
Þorsteinn Jakob Klemenzson frumflytur eigið tónverk fyrir rafgítar og teiknandi tölvu:
Í verkinu Óreiða leitar Þorsteinn Jakob Klemenzson að tengslum þess mannlega og tölvugerða. Á meðan hann spinnur rafgítarverk mun tölva teikna upp tónlistina á myndrænan hátt og sameina mannlega sköpun við tölvustýrða óreiðu.
Ung, aldin, mitt á milli - öll velkomin!
Aðgangur ókeypis, aðgengi gott.
Í leiðinni er tilvalið að skoða sýningar safnsins.
Góður tónlistar- myndlistar- og yndis-laugardagur í uppsiglingu.
Sóknaráætlun SSNE, Akureyrarbær og Menningarsjóður FÍH styrkja Tólf Tóna Kortérið. Takk fyrir okkur!