TÓLF TÓNA KORTÉRIÐ - SVANUR
Svanur Vilbergsson frumflytur gítar-tónverkið STAÐIR eftir Daniele Basini!
Tónleikatvenna á listasafninu laugardaginn 5. október
kl. 15:00-15:15
og 16:00-16:15!
Daniele Basini gítarleikari og tónskáld býr á Akureyri og starfar við Tónlistarskólann á Akureyri. Í tilefni þess að hann hefur nú búið á Íslandi í tíu ár samdi hann tónverkið STAÐIR, en það fjallar um fjóra uppáhaldsstaði hans á Íslandi "þessu landi sem ég nú kalla heima", með hans eigin orðum.
STAÐIR
I - Vetur undir Hraundraga
II - Vor á Dalfjalli
III - Sumar í Stórurð
IV - Haust í Vesturdal
Svanur er gítarleikari frá Stöðvarfirði, búsettur og starfandi í Reykjavík. Víðförull tónlistarmaður og ötull flytjandi nýrrar tónlistar!
Tónleikarnir eru kortérslangir og henta fólki af öllum aldri, stærðum og gerðum.
Aðgengi er mjög gott, aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
Um leið má skoða okkar frábæra listasafn!
Sóknaráætlun Norðurlands Eystra, Menningarsjóður Akureyrar og Tónskáldasjóður RÚV/STEF fá bestu þakkir fyrir stuðning við TÓLF TÓNA KORTÉRIÐ.