Til baka

Töfrabækurnar - Fóa og Fóa feykirófa

Töfrabækurnar - Fóa og Fóa feykirófa

Fóa fær aðstoð dýranna við að rétta hlut sinn.

Fyrir ári síðan frumsýndu Umskiptingar fyrsta ævintýrið í brúðuleikhússeríu sem kallast Töfrabækurnar. Það var Sagan af Gýpu og hefur hún síðan flakkað vítt og breitt um landið. Nú er komið að sögunni um Fóu og Fóu Feykirófu en hún fjallar um það þegar Fóa Feykirófa rekur Fóu úr hlýja, fallega hellinum sínum og sest þar sjálf að. Fóa veit ekki hvað skal til bragðs taka en vinir hennar, lambið, kindin, sauðurinn og hrúturinn bjóða öll fram hjálp sína að ná honum til baka. Það gengur þó ekki áfallalaust fyrir sig.

Hvenær
sunnudagur, október 6
Klukkan
15:00-15:30
Hvar
Möðruvellir
Verð
3.000.-