Til baka

Töfrabækurnar - Fóa og Fóa feykirófa

Töfrabækurnar - Fóa og Fóa feykirófa

Brúðuleikshús fyrir þau yngstu í Ráðhúsinu

Sýningin fjallar um það þegar Fóa Feykirófa rekur Fóu úr hlýja, fallega hellinum sínum og sest þar sjálf að. Fóa veit ekki hvað skal til bragðs taka en vinir hennar, lambið, kindin, sauðurinn og hrúturinn bjóða öll fram hjálp sína að ná honum til baka. Það gengur þó ekki áfallalaust fyrir sig.

Töfrabækurnar eru brúðuleikhússería fyrir yngstu börnin þar sem unnið er með þjóðsögur. Þegar bókin opnast breytist hún í leikmynd fyrir söguna og þær persónur sem koma fram verða tvívíðar brúður sem stjórnað verður ofan frá. Tveir leikarar stjórna brúðum og sjá um allan leik og lifandi tónlistarflutning. Þess má geta að sýningarnar eru ávallt afslappaðar þar sem kveikt er í salnum, ekki er notast við hljóðkerfi fyrir tal né tónlist og áhorfendum er velkomið að fara afsíðis af þau þurfa að hvíla sig. Þetta er því einstaklega aðgengilegt sem fyrsta leikhúsupplifun barna.

Sýningin er í Ráðhúsi Akureyrar. 

Viðburðurinn er styrktur af Barnamenningarsjóði Akureyrar.



Hvenær
laugardagur, apríl 26
Klukkan
14:00-14:30
Hvar
Geislagata 9, Akureyri
Verð
ókeypis